Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 102

Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 102
100 ÚRVAL til FöSur Damicos og horfði beint í augu honum. Og það bjó eitthvað í djúpum augna hans, sem veitti honum hugrekki til þess að svara hvíslandi: „Ég skal gefa.... ef ég verð að gera það, En.... ó, ég vona að hann leyfi henni að vera hjá mér.... bara svolítið lengur.“ HINN HEILAGI FRANS GEFUR MERKI Hljóðið í haka steinhöggvarans glumdi hvað eftir annað í hvelfing- um kirkjunnar, þegar hann braut niður múrhleðsluna í göngunum, sem lágu úr gömlu kirkjunni inn í grafhvelfinguna. Ábótinn beið skammt undan, ásamt biskupinum, vini sínum, og þeim Föður Damico og Pepino litla ,sem var mjög fölur og þögull. Augu hans sýndust jafn- vel enn stærri en áður. Drengurinn hafði lagt handlegg- ina um hálsinn á Violettu og þrýSt andliti sínu að henni. Litla asngn stóð þarna óstöðug á fótunum. Hún átti mjög erfitt með að standa upp- rétt. Ábótinn horfði á, er múrsteinar og kalkflísar féllu á gólfið, og svip- ur hans lýsti auðmýkt og þolin- mæði. Rifan breikkaði smám sam- an. Og loftstraumurinn, sem mynd- aðist nú skyndilega í göngunum, þyrlaði kalkrykinu upp. Hann var réttlátur maður þrátt fyrir galla sína, og hann hafði sjálfur hvatt biskupinn til þess að vera viðstadd- ur, er gerð væri þannig yfirbót vegna hinnar páfalegu ofanígjafar. Nokkur hluti múrveggsins reynd- ist vera alveg sérstaklega erfiður viðureignar, Steinhöggvarinn réðst á hlið bogans til þess að veikja þá stoð. Svo tóku kalk og múrsteinar að sáldrast niður, þegar það losnaði betur um þá. Nú hafði myndazt mjótt op, og í gegnum það gátu þeir nú komið auga á flöktandi kertaljós á altarinu yfir hinni heil- ögu gröf langt í burtu. Pepino hreyfði sig ósjálfrátt í áttina að opinu. Eða kannski var það Violetta, sem hreyfði sig óró- lega, gripin ótta á þessum ókunna stað og vegna þessara einkennilegu hljóða? Faðir Damico sagði: „Bíddu!“ Og Pepino hélt aftur af henni. En máttlitlir fætur ösnunnar runnu til á múrsteinunum, og hún sparkaði aftur fyrir sig af hræðslu, svo að hófarnir hittu bogann á ein- mitt þeim stað, sem steinhöggvar- inn hafði þegar veikt með höggum sínum. Það féll einn múrsteinn, og svo rifnaði allur múrinn sundur. Faðir Damico tók undir sig stökk og dró drenginn og dýrið afsíðis, um leið og stór hluti múrbogans hrundi með miklum hávaða að baki honum komu þeir auga á hluta af eldgamla múrveggnum og lítið hol- rúm þar á bak við, áður en ryk- skýið huldi allt saman. Svo eyddist rykskýið, og biskup- inn stóð þarna grafkyrr með upp- glennt augu og benti á eitthvað, sem lá á lítilli syllu inni í þessu holrúmi. Það var lítil, grá blý- askja. Þeir gátu greinilega séð ár- talið 1226 letrað á hana, þótt þeir stæðu í nokkurri fjarlægð frá henni. Það var einmitt dánarár hins heil- aga Frans af Assisi. Ártal þetta var letrað á aðra hlið hennar ásamt stóru „F“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.