Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 103
LITLA KRAFTAVERKIÐ
101
Biskupinn dró svo djúpt að sér
andann, að það líktist andvarpi. „Er
þetta mögulegt?“ stundi hann upp.
,,Er það hugsanlegt, að þetta sé
arfur sá, sem hinn heilagi Frans
lét eftir sig? Fra Leo minntist á
hann í ritum sínum. Hann var fal-
inn fyrir mörgum öldum, og síðan
hefur enginn getað fundið hann.“
Abótinn stundi hásri röddu: „Inni-
haldið! Við skulum gá, hvað er í
öskjunni.... Kannske er það eitt-
hvað verðmætt."
Biskupinn hikaði andartak, en
svaraði svo: „Það er kannske bezt
fyrir okkur að bíða svolítið. Það
e'tt að finna þessa öskju er krafta-
verk í sjálfu sér.“
En Faðir Damico, sem var Ijóð-
rænn í eðli sínu, var ekki á sama
máli. Fyrir honum var Frans af
Assisi eins lifandi og menn nútím-
ans. Hann sagði: „Opnið hana. Ég
bið ykkur ... opnið hana! Allir við,
sem erum hér saman komnir, erum
auðmjúkir í trú okkar. Það hljóta
að vera sjálf H'mnavöldin, sem hafa
beint okkur að þessum stað.“
Ábótinn hélt á ljóskerinu. Stein-
höggvarinn losaði varlega um bönd-
in utan um öskjuna með sínum
grófu verkamannshöndum, og hon-
um tókst að opna lásinn með því
að beita lagni. Askjan var svo vel
lokuð, að hún var alveg loftþétt.
askjan var opnuð. Og hún afhjúp-
aði nú það, sem hafði verið falið í
henni fyrir rúmum sjö öldum.
Það var kaðalsbútur úr hampi
með hnúti á. Kannske hafði kaðall
þessi verið notaður sem belti fyrir
munkskufl. Og í hnútnum lá hveiti-
ax, sem var svo ferskt að sjá, að
það var líkt og það hefði vaxið í
gær. Þarna var líka jurt, sem geng-
ur undir nafninu ,,kúreki“. Stilkur-
inn var stinnur og stjörnumyndað
blómið einnig í góðu ásigkomulagi.
Og við hlið þess lá falleg dúnfjöður
af litlum fugli.
Mennirnir störðu þögulir á þetta
eins og þeir væru að reyna að gera
sér grein fyrir merkingu þeirri, sem
vár fólgin í innihaldi öskjunnar.
Faðir Damico felldi tár, því að hið
honum fært að sjá greinilega fyrir
sér hinn heilaga Frans, slitinn, las-
burða og hálfblindan, reika syngj-
andi yfir hveitiakur með kaðal
bundinn um mitti sér. Þetta var
kannske fyrsta blómið, sem hann
hafði fundið í fjallshlíðinni, er snióa
vetrarins hafði leyst og hann hafði
kallað það „Systur kúreka“ og lof-
sungið það fyrir fegurð þess og
yndisþokka. Faðir Damico sá emnig
fyrir hugskotssjónum sínum litla
fuglinn fljúga niður til hins heilaga
Frans án nokkurs óttamerkis, setj-
ast á öxl hans og skilja síðan eftir
dúnfjöður í hendi hans. Faðir Dam-
ico varð gripinn slíkri hamingju-
kennd, að honum fannst sem hjarta
hans mundi bresta.
Það lá einnig við, að tárin kæmu
fram í augu biskups, þegar hann
túlkaði á sinn hátt merkingu þá,
sem fólginn var í þessum fundi
þeirra. „Sko, það er alveg augljóst,
að hinn heilagi Frans hefur sent
okkur boðskap!" sagði hann. „Fá-
tækt, kærleikur og trú. Það er arf-
ur hans okkur öllum til handa.“
„Fyrirgefið,“ greip Pepino nú
fram í, „en megum við Violetta nú
fara inn í grafhvelfinguna?“