Úrval - 01.12.1969, Page 109

Úrval - 01.12.1969, Page 109
SVEITALÆKNIR 107 höfðu aldrei gengið í læknaskóla. Margir voru nýbúnir að kaupa sér lækningabók. Það var samt einn maður í bæn- um okkar, sem hafði gengið í lækna- skóla í tvö ár, fimm mánuði hvort, en það voru hinar venjulegu kröfur, sem þurfti að uppfylla til þess að geta útskrifazt. Hann hafði orð fyr- ir að vera bezti læknir, þ.e.a.s. þegar svo vildi til, að hann var ódrukkinn. Og hann hafði jafnvel litla iæknis- aðgerðastofu. Ég brann af löngun til þess að sjá aðgerðastofu læknis, sem var skólagenginn, en það virt- ust ekki miklir möguleikar á því, vegna þess að fjölskylda mín leitaði aldrei til hans. Dag einn datt mér snjallræði í hug. Ég ætlaði að fara rakleitt til stofunnar hans og láta draga úr mér tönn. Ég hafði ekki neinar skemmd- ar tennur, en ég hafði meira af heil- um tönnum en ég hafði þörf fyrir. Ekkert, sem ég hef síðar tekið mér fyrir hendur, hefur krafizt eins mik- ils hugrekkis af mér og það að opna hurðina að lækningastofu hans. En samt gerði ég það og gekk inn. Læknirinn lá eins og hrúgald í stól við skrifborðið. Hann reif sig það mikið upp úr sleninu, að hon- um tókst að hreyta úr sér: „Strákur, hvern andskotann viltu?“ „Tönn burt,“ stamaði ég. Hann valdi sér tengúr úr hrúgu af óhreinum lækningaáhöldum á borðinu og kom í áttina til mín. „Setztu,“ sagði hann. „Hvaða tönn er það?“ Ég benti á fremsta jaxlinn hægra megin í efri góm, þar eð hann var aðgengilegastur. Hann kippti einu sinni klaufalega í með töngunum, og jaxlinn losnaði. „Spýttu í fatið,“ sagði hann, um leið og hann sökk niður í stólinn aftur. Ég veit, svei mér ekki, hvers vegna ég fylltist ekki slíkri and- styggð við þessa reynslu mína, að ég gæfi á bátinn allar áætlanir um læknanám. En það er samt stað- reynd, að ég hugsaði mér aldrei að gera neitt annað en einmitt þetta. Þegar ég var orðinn um 15 ára, pantaði ég skólaskýrslu læknaskóla í pósti, en í henni stóð, að kröfur til inngöngu væru þær að geta lesið og skrifað ensku. Einnig var krafizt umsagnar frá presti um siðgæði um- sækjanda og svo 100 dollara skóla- gjalds. Stjarnan mín var komin fram á festingunni. Nú hafði ég loksins komizt að því, hvernig menn verða læknar! AÐ LÆRA LÆKNISFRÆÐI Til undirbúnings inngöngu í læknaskóla í þá daga eyddi til- vonandi læknir oft heilu ári í að „læra læknisfræði" hjá starfandi lækni, sem kallaður var læknakenn- ari eða læknafræðari. „Læknanem- inn“ ók hestvagni þessa „kennara" síns, hreinsaði lækningastofu hans og leysti yfirleitt af hendi störf hús- varðar og hjúkrunarkonu. f staðinn leyfði læknirinn „læknanemanum“ að lesa bækurnar, sem hann átti, og líta á sjúklingana í fylgd með hon- um, þ.e. svo framarlega sem sjúk- dómurinn væri í þeim líkamshlut- um, sem stóðu venjulega út undan klæðnaðinum. Ég var óvenjulega heppinn með minn „meistara“ því að hann krafðist þess líka af mér, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.