Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 112

Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 112
110 ÚRVAL stöðugt við að draga úr eða ráða bug á mannlegum þjáningum. Vísindalegt nám í ýmsum náms- greinum er mjög nauðsynlegt fyrir læknanema líkt og á öðrum sviðum þekkingarinnar. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá lærir læknirinn starf sitt líkt og Indíáni lærir að rekja slóðir, þ.e.a.s. með því að rekja slóðir. Væri Indíáninn menntaður á vísindalegan hátt, mundi hann byrja á því að læra um líffæralega byggingu fóta hinna ýmsu dýrateg- unda og jarðfræðilegt innihald ým- issa j arðvegstegunda til þess að geta metið og flokkað hin ólíku fótaför, sem hinar ýmsu dýrategundir skilja eftir á slóð sinni. Þegar slíku námi væri lokið, hefði hann öðlazt ánægjuna af að vita, að hann væri vísindalega menntaður sporrekjandi. En þá væri hann bú- inn að skemma sjón sína í svo rík- um mæli, að hann væri ekki lengur fær um að sjá nein spor. Hið sama gildir um lækna. Flestir þeir færu læknar, sem fást við almenn lækn- isstörf, öðlast slíka hæfni með reynslunni, þ.e. með því að rann- saka og reyna að lækna hin raun- verulega sjúklinga og draga sínar ályktanir af árangrinum. ÉG FER TIL SJÚKLINGSINS Ég hóf læknisstarf mitt sem „sveitalæknir“ í Kansasfylki og gegndi því starfi í 4 ár. „Sveita- læknisstörf“ voru fólgin í því, að læknirinn ók í hestvagni sínum til sjúklinga á ýmsum sveitabæjum, þ. e. hann vitjaði þeirra og stundaði þá á heimilum þeirra. Auðvitað var mest um veikindi, þegar veðrið var óhagstætt, annað- hvort mjög heitt eða mjög kalt og stormasamt. Á þeim tímum árs, er mest var um storma, voru vegirnir ofboðslega slæmir, og meðalhraðinn var þá einar þrjár mílur á klukku- stund. Stundum var ég mestallan sólarhringinn í vagninum mínum. Það var hægt að nota ekilssætið sem eins konar rúm, en stutt var það. Ég varð að stinga útlimunum út á milli hliðarfjalanna og láta þá dingla þar í lausu lofti. En órólegur svefninn, sem ég fékk með þessum ráðum, var þó betri en enginn. Það var samt ekki hægt að sofa lengi í einu á leiðinni, vegna þess að það þurfti að stjórna ferð hestanna. En það var óhætt að treysta þeim að fullu á heimleiðinni. Tvíeykið hélt beint heim.... þ.e.a.s. sum tvíeykin gerðu það, en ekki öll. Það, var alls ekki hægt að reiða sig á hesta frá hestaleigufyrirtækjum. Tvö aðaleinkenni þeirra voru þau, að þeir reyndu sí og æ að strjúka eða hlaupa eitthvað út í buskann, og svo reyndu þeir líka að slá ekil- inn úr sætinu. Eitt sinn sló ein bikkjan mig svo óþyrmilega, að ég meiddist á öðru hnénu og varð hnéð aldrei jafngott upp frá því. Hundarnir voru helzta afsökun jálkanna fyrir að taka á rás. Á flest- um sveitabæjum voru 2—3 hundar, sem urðu himinlifandi á löngum, tilbreytingarlausum nóttum, er þeir sáu hestvagn koma eftir þjóðveg- inum síðla nætur. Þarna veittist þeim dýrleg skemmtun. Og svo vaknaði maður við það, að jálk- arnir höfðu tekið á rás á trylltri ferð beint út á sléttuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.