Úrval - 01.12.1969, Síða 114
112
ÚRVAL
sem var leiðigjarnari en þeir, sem
sendu eftir lækni að ástæðulausu.
Það voru þeir, sem sendu alltaf þoð
eftir lækninum um klukkan 11 á
kvöldin. Slíkt varð algengara eftir
að síminn komst í notkun um alda-
mótin. Einn maður gortaði af því, að
hann gerði aldrei boð eftir lækni
fyrir miðnætti og léti hann því sann-
arlega vinna fyrir þóknun sinni.
Auðvitað borgaði hann heldur aldrei
lækninum, svo að orðin „vinna fyr-
ir þóknun sinni“ áttu líka að skilj-
ast sem fyndni. Ég varð þreyttur á
þessu og hringdi í hann einn kvöld-
ið og sagði honum, að ég þyrfti endi-
lega að hitta hann strax og ræða
þýðingarmikið málefni við hann.
Hann maldaði í móinn, sagðist hafa
verið sofandi og sér liði ekki held-
ur sem bezt. Hann hafði vakið svip-
aðar kenndir hjá mér oft og mörg-
um sinnum. Ég endurtók þetta og
skellti síðan taltækinu á. Eftir um
klukkustund heyrði ég hest koma
brokkandi eftir götunni. Ég var van-
ur að vitja hans, eftir að allir voru
sofnaðir þar, svo ég þóttist vera
sofandi, þegar hann barði að dyr-
um. Þegar ég opnaði fyrir honum
seint og um síðir, sagði ég honum
ósköp rólegur, að ég vildi, að hann
kæmi með heyhlassið, sem hann
hefði lofað að selja mér. Nágrann-
arnir fréttu um þetta bragð mitt,
og framvegis var hvíldartími lækn-
isins í hávegum hafður í því héraði.
Ný vandamál komu með tilkomu
bifreiðanna. í fyrstu voru bifreið-
arnar svo dýrar og óáreiðanlegar,
að þær reyndust ekki hagkvæmar
til sjúkravitjana sveitalækna, held-
ur voru þær aðeins lækninum til
hins mesta tafala, er hann mætti
þeim stundum á þjóðveginum. Þess-
ar „bensínvélar“ voru hestunum ó-
þekkt fyrirbrigði, og þeir misstu alla
stjórn á sér, er þeir sáu þessi
skrímsli koma öskrandi á móti sér
á þjóðveginum. Flöktandi acetlyene-
gasljós bifreiðanna að næturlagi
urðu bara til þess að auka á þennan
hrylling. Það mátti greina þessi ljós
langt undan, og maður varð að aka
spölkorn út fyrir veginn og bíða
þar til bifreiðin hökti löturhægt og
hóstandi fram hjá. Og ekki bætti
það úr skák, að maður þorði ekki
að sofna í vagninum af ótta við að
mæta einhverju bílskrímslinu.
Smám saman stækkaði starfs-
svæði mitt vegna aukinna skurðað-
gerða, og þá tóku járnbrautarlest-
irnar við. Ekki reyndu þær síður á
þolrifin í manni. Það voru oft smá-
bæirnir, sem höfðu mesta þörf fyrir
hjálp mína, og því var ég oftast kall-
aður þangað. Þar af leiðandi varð ég
að ferðast með innanhéraðslestun-
um, sem gengu á hin ýmsu hliðar-
spor. Eimreiðarstjórarnir á sumum
þeirra hægðu á lestinni, þegar kom
að áfangastað mínum, svo ég gæti
stokkið af henni, þótt lestin ætti
ekki að stanza þar. En hið versta
við lestarferðirnar voru sveitagisti-
húsin. Eigendur þessara hryllings-
staða voru vanir að setja Ijósker á
skrifborðið, sitt á kvöldin og fara
svo að hátta. ,,Gestur“, sem kom
seint, vissi, að þetta merkti, að það
var til herbergi handa honum. Fyrst
þurfti hann að leita að herberginu,
og síðan var alveg bráðnauðsynlegt
að framkvæma gagngera skoðun í
leit að veggjalúsum á sumrin og