Úrval - 01.12.1969, Page 117
SVEITALÆKNlR
115
orðrómur komst brátt á krelk, að
ungi læknirinn væri „ekki mjög
vingjarnlegur, en hann væri vand-
virkur.“
Meðal fyrstu sjúklinga minna voru
hjón, sem virtust þjást af sams kon-
ar magakvilla, því að sjúkdómsein-
kenni beggja voru alveg þau sömu.
Ég gat ekki hætt á að gefa þeim
sama lyfið vegna almenningsálitsins
svona í byrjun starfsferils míns. Og
því gaf ég öðru þeirra „antacid“
(sem vinnur gegn sýrumyndun), en
hinu hydroklórsýru. En báðum
batnaði mjög skjótt. Þeim fannst
það alveg dásamlegt, að ungi lækn-
irinn skyldi. hafa fundið einhvern
mismun á sjúkdómum þeirra, sem
krefðist mismunandi lyfja, enda þótt
hið sama virtist ganga að þeim
báðum.
I flestum tilfellum var læknirinn
sóttur til þess að fást við ósköp
venjulega, minniháttar eða augsýni-
lega kvilla, svo sem hálsbólgu og
aðra hálskvilla, lungnakvef, andar-
teppu, bakverki og alls konar skylda
kvilla, sem kallaðir voru einu nafni
„gigt“, Einfaldar aðgerðir og lyf
nægðu við slíku, og svo kom lækn-
irinn eftir 1—2 daga til þess að gá,
hvernig gengi með batann. Væri um
meiðsli að ræða, var sárið saumað
saman án nokkurs undirbúnings.
Það var ætlazt til þess, að sjúkling-
urinn afbæri þetta án þess að
kvarta. Væri um beinbrot að ræða,
fór læknirin nút á hlað og valdi sér
hæfilega spýtu í spelkur. Röntgen-
myndataka var þá óþekkt fyrir-
brigði, en samt var árangurinn af
þessari einföldu meðferð furðulega
góður.
Margar konur í læknishéraði mínu
höfðu dáið af barnsfarasótt, skömmu
áður en ég tók þar til starfa. Smit-
unin kom aðallega frá einum lækni,
sem lagði jöfnum höndum stund á
læknisstörf og svínarækt. Það var
venja hans að gefa konunum stóran
skammt af „korndrepi“ til þess að
framkalla hríðir, svo að hann kæm-
ist nógu snemma heim til þess að
gefa svínunum. Stundum þvoði hann
sér um hendurnar, eftir að fæðingu
var lokið, en aldrei áður. Eftir skoð-
un með fingrum notaði hann bux-
urnar sínar sem handklæði.
Mér er það mikil ánægja að geta
skýrt frá því, að engin sængurkona,
sem ég hjálpaði, fékk barnsfarasótt,
og sama er að segja um aðstoðar-
lækna mína. Oft varð ég að sinna
barnshafandi konum án nokk-
urrar hjálpar. Og þá voru það
mæðurnar og tengdamæðurnar, sem
ollu mér mestum vandræðum, því að
þær voru alltaí að hvetja mig til
þess að framkalla hríðir eða reyna
að magna þær. Ég fékk þessum
vandræðagemsum því ýmiss konar
störf til þess að losna við þær. Ég
lét þær sjóða vatn og sagði þá, að
það gæti orðið nauðsynlegt, að hin
barnshafandi kona fengi setbað. Það
tekur langan tíma að sjóða vatn í
fullan bala, þegr maður hefur bara
einn ketil. Og þannig höfðu þær í
nógu að snúast, þangað til fæðingin
var um garð gengin heilu og höldnu.
Sveitalæknirinn átti líka áður fyrr
við miklu alvarlegri vandamál að
etja. Og taugaveikin var þeirra allra
verst. Ég kynntist veiki þessari fyrst,
þegar það gaus upp faraldur og 16
sjúklingar fengu veikina um svipað