Úrval - 01.12.1969, Side 125

Úrval - 01.12.1969, Side 125
123 mitt kom henni svo ofboðslega á óvart og olli slíkri hneykslun henn- ar, að það gerði hana að nýrri konu. Leiðasta dýrategundin er þó hinn taugaveiklaði karlmaður. Það er hægt að skynja efnahagsástand kaupsýsluheimsins hverju sinni af magakvillum hans. Það furðulega er, að sá sjúklingur, sem kvartar stöðugt yfir einhverjum vissum sjúkdómi, gengur sjaldnast með hann. Maðurinn, sem segir ákafur: „Læknir, ég er með krabbamein í maga,“ reynist ekki ganga með þann sjúkdóm. Ég hef að minnsta kosti aldrei rekið mig á slíkt á mínum starfsferli. Þegar um alvarlegan siúkdóm er aftur a móti að ræða og ólíklegt er, að unnt muni að lækna hann, verð- ur læknirinn að horfast í augu við það vandamál, hvort segia skuli sjúklingnum allt af létta. Þetta er einstaklingsbundið vandamál. Um það giida engar algildar reglur. Sjúklingar, sem haldnir eru hjarta- sjúkdómum, geta til dæmis átt margra ára gagniegt líf framundan, ef þeir fara eftir vissum lífsreglum og hlíta læknisráðum. En fljótfærn- isleg aðvörun læknisins um hið raunverulega ástand þeirra getur hrætt þá svo, að slíkt hafi alvarleg- ar afleiðingar í för með sér. Aðrir sjúklingar sannfæra lækninn um það með allri framkomu sinni, að þeir vilji heyra allan sannleikann tafarlaust. Eitt sinn kom til mín risavaxinn maður, þekktur lögreglustjóri úr Suðvesturríkjunum. Fyrstu orð hans við mig voru þessi: „Mér er sagt, að þér segið fólki sannleikann. Ég vil fá að vita, hvort ég hef krabba- mein og hvort þér get'ð gert nokk- uð til þess að lækna það.“ Ég sagði honum svo, að hann væri með krabbamein og það þýddi ekki að skera upp gegn því. Þegar hann var búinn að klæða sig í, sagði hann: „Þakka yður fyrir. Hvað á ég að borga?“ „Ekkert,“ svaraði ég. ..Þannig skuluð þér aldrei haga við- skiptum yðar,“ svaraði hann, lagði 10 dollara seð:l á borðið og gekk tignarlega út, hnarreistur og tein- réttur í baki. Hann hafði oft horfzt í augu við dauðann í starfi sínu. Og hann óttaðist hann ekki heldur núna. Ég minnist enn þessa stór- brotna persónuleika. Hann var sannur maður. NÚTÍMA LÆKNAVÍSINDI Hér hefur verið skýrt frá reynslu gamals heimilislæknis. Það væri ekk; sanngiarnt að ætlast til þess, að ungu læknarnir hæfu nú starfs- feril sinn með heimilislækningum, eins og við gömlu mennirnir gerð- um á sínum tíma. Það væri ekki sanngiarnt fremur en að krefiast þess, að þeir ækiu um í hestvagni, af því að ég gerði það. Aldrei hafa framfarirnar. hvað lækn;sfræðilega þekkingu snertir, verið eins hraðar á starfsferli ro.ín- um. Nú geta sjúklingarnir verið ör- uggir um, að læknakandídatar séu orðnir hæfir til síns starfs sem læknar. Þeir eru miklu hæfari, hvað sjúkdómsgreiningu snertir, en beztu læknarnir voru á níunda tug fyrri aldar. En það er e'tt, sem þeir reka sig á, þegar þeir hefia starf sitt sem læknar. Þeir komast að því,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.