Úrval - 01.12.1969, Page 125
123
mitt kom henni svo ofboðslega á
óvart og olli slíkri hneykslun henn-
ar, að það gerði hana að nýrri konu.
Leiðasta dýrategundin er þó hinn
taugaveiklaði karlmaður. Það er
hægt að skynja efnahagsástand
kaupsýsluheimsins hverju sinni af
magakvillum hans. Það furðulega
er, að sá sjúklingur, sem kvartar
stöðugt yfir einhverjum vissum
sjúkdómi, gengur sjaldnast með
hann. Maðurinn, sem segir ákafur:
„Læknir, ég er með krabbamein í
maga,“ reynist ekki ganga með þann
sjúkdóm. Ég hef að minnsta kosti
aldrei rekið mig á slíkt á mínum
starfsferli.
Þegar um alvarlegan siúkdóm er
aftur a móti að ræða og ólíklegt er,
að unnt muni að lækna hann, verð-
ur læknirinn að horfast í augu við
það vandamál, hvort segia skuli
sjúklingnum allt af létta. Þetta er
einstaklingsbundið vandamál. Um
það giida engar algildar reglur.
Sjúklingar, sem haldnir eru hjarta-
sjúkdómum, geta til dæmis átt
margra ára gagniegt líf framundan,
ef þeir fara eftir vissum lífsreglum
og hlíta læknisráðum. En fljótfærn-
isleg aðvörun læknisins um hið
raunverulega ástand þeirra getur
hrætt þá svo, að slíkt hafi alvarleg-
ar afleiðingar í för með sér. Aðrir
sjúklingar sannfæra lækninn um
það með allri framkomu sinni, að
þeir vilji heyra allan sannleikann
tafarlaust.
Eitt sinn kom til mín risavaxinn
maður, þekktur lögreglustjóri úr
Suðvesturríkjunum. Fyrstu orð hans
við mig voru þessi: „Mér er sagt,
að þér segið fólki sannleikann. Ég
vil fá að vita, hvort ég hef krabba-
mein og hvort þér get'ð gert nokk-
uð til þess að lækna það.“ Ég sagði
honum svo, að hann væri með
krabbamein og það þýddi ekki að
skera upp gegn því. Þegar hann var
búinn að klæða sig í, sagði hann:
„Þakka yður fyrir. Hvað á ég að
borga?“ „Ekkert,“ svaraði ég.
..Þannig skuluð þér aldrei haga við-
skiptum yðar,“ svaraði hann, lagði
10 dollara seð:l á borðið og gekk
tignarlega út, hnarreistur og tein-
réttur í baki. Hann hafði oft horfzt
í augu við dauðann í starfi sínu.
Og hann óttaðist hann ekki heldur
núna. Ég minnist enn þessa stór-
brotna persónuleika. Hann var
sannur maður.
NÚTÍMA LÆKNAVÍSINDI
Hér hefur verið skýrt frá reynslu
gamals heimilislæknis. Það væri
ekk; sanngiarnt að ætlast til þess,
að ungu læknarnir hæfu nú starfs-
feril sinn með heimilislækningum,
eins og við gömlu mennirnir gerð-
um á sínum tíma. Það væri ekki
sanngiarnt fremur en að krefiast
þess, að þeir ækiu um í hestvagni,
af því að ég gerði það.
Aldrei hafa framfarirnar. hvað
lækn;sfræðilega þekkingu snertir,
verið eins hraðar á starfsferli ro.ín-
um. Nú geta sjúklingarnir verið ör-
uggir um, að læknakandídatar séu
orðnir hæfir til síns starfs sem
læknar. Þeir eru miklu hæfari,
hvað sjúkdómsgreiningu snertir, en
beztu læknarnir voru á níunda tug
fyrri aldar. En það er e'tt, sem þeir
reka sig á, þegar þeir hefia starf
sitt sem læknar. Þeir komast að því,