Úrval - 01.12.1969, Síða 127
125
Síðan á dögum Aristofanesar
hafa menn þúsundum saman
þjáiðst af hiksta og haldið er
áfram að stinga upp á húsráðum
í hundraðatali.
ikstinn er svo gamall
kvilli, að hans er getið
á steintöflum.
Vísindin vita hvað
hikstinn er, en þau
ekki skýrt það, hvers vegna vér
hikstum í dag, en ekki á morgun.
Vísindamönnum gengur oft erfið-
lega að framkalla hiksta og læknar
komast stundum hreinlega í mát við
að stöðva hiksta, sem náttúran hef-
ur með einhverju móti komið af
stað.
Einn hinna fyrstu, sem sögur fara
af með þrálátan hiksta, var gríski
leikritahöfundurinn Aristofanes. Og
jafnframt kynnumst vér nokkrum
algengum ráðum við hiksta, því að
sagan segir, að á árunum kringum
400 f.Kr. hafi skáldið reynt að halda
niðri í sér andanum og skola kverk-
arnar með vatni — en hvortveggja
án árangurs. Að lokum datt hann
ofan á það bragð að kitla sig í nef-
ið þar til hann fékk hnerra. Og oss
Hiksti
er
skrítið
fyrirbrigði
er sagt, að þetta ráð hafi Aristofan-
esi reynst óbrigðult við hikstanum.
En síðan á dögum Aristofanesar
hafa menn þúsundum saman þjáðst
af þessum sama kvilla, og haldið er
áfram að stinga upp á húsráðum í
hundraðatali. Eins og dr. Charles
Mayo ritaði fyrir mörgum árum:
„Ég held mér sé óhætt að segja, að
við engum sjúkdómi hafi verið not-
aðar jafn margskonar aðferðir og
jafn fáar borið árangur, eins og við
þrálátum hiksta.“
Webster segir að hikstinn sé
„krampakennd innöndun, sem stafi
af skyndilegum samdrætti í þind-
inni og samtímis lokun á raddbönd-
um, og hið sérkennilega hljóð kem-
ur af því, er innsogið skellur á lok-
uðum raddböndum."
Til frekari fræðslu má geta þess,
að hikstinn kemur af ertingu eða
bólgu í þindartauginni —en sú taug
kemur efst úr mænunni og liggur
niður hálsinn að aftanverðu. Þessi
H