Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 129
127
ar, hætti hann öllum lækningatil-
raunum og lét sér nægja að láta
falla nokkrar mildilegar athuga-
semdir um hlýðni og skilning. Leið
þá ekki á löngu þar til hikstinn
var horfinn.
Nokkur tilfelli af hiksta hafa orð-
ið þekkt í sögu læknisfræðinnar.
Ein ung kona hikstaði t.d. í 47 daga
samfleytt; önnur í þrjú ár, áður en
henni batnaði.
Það er alls ekki óalgengt að sjá
blaðafyrirsagnir um menn með
slæman hiksta.
Árið 1935 gerði hiksti, sem staðið
hafði í tæpar 3 vikur, út af við hinn
sjötuga Frank E. Owens, borgar-
stjóra í Galena í Illihois. Og í
sjúkrahúsinu í Saratoga Springs lézt
J. McCormick eftir að hafa hikstað
í 4 V2 dag. Edward O'Connor, lög-
reglumaður í Buette í Montana,
fékk afleitan hiksta vegna þess hve
einn starfsbróðir hans var fyndinn.
Hláturkviða hans endaði með sex
mánaða óstöðvandi hiksta, sem dró
hann til dauða. Svipað kast, sem þó
stóð miklu lengur varð William
nokkrum Wells frá Dayton í Ohio
að bana.
Dr. Roland K. Wright hefur sagt
mér, að algengasta ráðið og það sem
reynslan hafi sýnt að kæmi oftast
að gagni sé hin svokallaða „papp-
írspokaaðferð". Maðurinn dregur þá
bréfpoka (eða eitthvað annað) yfir
höfuð sér, og andar þannig aftur að
sér kolsýrunni, sem hann andar frá
sér. Þessi aðferð byggist á skynsam-
legum vísindagrunni, þar sem hún
minnkar súrefnið en eykur kolsýru-
magnið í blóðinu, sem aftur verkar
á heilann og dregur úr tauga og
vöðvaþenslu. Sú hætta er samfara
þessari aðferð, ef maðurinn stjórn-
ar henni sjálfur, að hann getur fall-
ið í yfirlið af súrefnisskorti. Það er
því miklu öruggara að láta lækni
framkvæma sams konar aðferð með
því að setja grímu fyrir andlit þér
og láta þig anda að þér blöndu af
kolsýru og súrefni.
Hér kemur dálítið úrval af þeim
aðferðum, sem margir telja óbrigð-
ult ráð við hiksta: frysta á sér eyr-
un; óska sér yfir tebolla á hvolfi;
láta einhvern slá á magan ná sér;
drekka vatn úr glasi af þeim barm-
inum, sem frá snýr og hringsnúa
sér á meðan, eða drekka úr tveim
glösum í senn; leggja tvo kalda
fimmeyringa aftan á hálsinn; slá
á húð sína með heitu hárlokkajárni;
klípa sig í eyrnasnepilinn í fimm
mínútur og hringsnúast á meðan.
Loks er svo ráðið, sem kom á
prent í gömlu dagblaði í Boston:
„Haltu niðri í þér andanum og teldu
upp að hundrað. Ef það nægir ekki,
þá teldu upp að þúsund.“
Það getur verið, að það séu m-argar flísar í stiga velgengninnar. En
Þeir einir, sem eru að renna niður stigann, þurfa að hafa áhyggjur af
þeim.
J. B.