Úrval - 01.01.1971, Page 22

Úrval - 01.01.1971, Page 22
20 ÚRVAL brjósti hans, þegar einn tollvarÖ- anna benti á hann og sagði: „Eg sé, herra, að þú kannt að meta súkku- laðið okkar.“ Prófessorinn brosti aðeins og bauð öllum tollvörðunum að fá sér eitt súkkulaðistykki. Síð- an gekk hann léttur í spori yfir landamærin og inn á svissneskt yf- irráðasvæði, þar sem hann var óhultur. En takið vel eftir orðinu óhultur, því þar liggur kjarni vandamáls- ins. Prófessorinn hafði engar áhyggjur yfir því, hvað svissnesk yfirvöld gerðu, þegar hann kæmi með vasann inn í Sviss. Svisslend- ingar eru ein löghlýðnasta þjóð í heimi, og taka það óstinnt upp, þeg- ar ítalir ásaka þá fyrir að stuðla að auknu smygli fornminja, frem- ur en draga úr því. Staðreyndin er hins vegar sú, að svissnesk lög um fornminjar eru líkt og í löndum, þar sem lítið er um slíkar minjar, eins og t. d. Bretlandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum, mjög ólík löggjöf þeirra landa þar sem fornleifar finnast í ríkum mæli, eins og í Grikklandi, Tyrklandi og ftalíu. Ef ítalskur lögregluþjónn tæki þig fastan með gamlan vasa, yrðir þú að sanna, að honum hefði ekki ver- ið stolið. Svissneskur lögregluþjónn mundi hins vegar ekki líta á vas- ann, nema einhver gæti sannað, að honum hefði verið stolið. ftalir hafa komið fram með til- lögu um það, hvernig stöðva eigi hið alþjóðlega smygl með fornminj- ar, en hún er á þá leið, að alþjóð- legt bann verði sett við því, að menn eigi, selji, kaupi, flytji inn eða út úr landi fornminjar, nema þeir framvísi útflutningsleyfi frá landinu sem hluturinn er frá. Ef þessum lögum væri beitt mundi fornminjasmyglið hætta með öllu, segja ítalir. Er þetta ekki sjálfsagð- ur hlutur? Hvers vegna ættu ekki þjóðirnar, þar sem fornminjarnar finnast hjá að hafa óskoraðan eign- arrétt yfir öllum þeim munum, sem finnast í löndum þeirra? En þetta mál er ekki svo einfalt, það hefur á sér fleiri hliðar. Ef þessi ströngu lög næðu fram að ganga, mundu flest söfn í löndum, sem fátæk eru af fornminjum, verða afskipt og litlu eða engu geta bætt við sig af nýjum munum. Þar sæjust aldrei framar nýjar og merkilegar fornleifar, sem stöðugt eru að finnast víðs vegar í heim- inum. í raun og veru er kjarni vanda- málsins þessi: Hefur einhver sér- stök þjóð einkarétt á þessum fornu munum? ítalska ríkið segir borgur- um sínum: „Þar sem fornminjarn- ar finnast grafnar í jörðu, sem er eign allrar ítölsku þjóðarinnar, haf- ið þið ekki leyfi til að kasta eign ykkar á þær .Þessir munir tilheyra þjóðarheildinni." En aðrar þjóðir hafa notað þessa röksemd á móti Itölum. Þótt vasi finnist í ítalskri jörð, hafa ítalir ekki einkarétt á honum, hann tilheyrir heimsmenn- ingunni. Grikkir, Rómverjar og Etrúskar voru einnig forfeður menningar okkar. Eftir að lögin um verndun forn- minja höfðu verið til umræðu með- al margra þjóða í nokkur ár, lagði UNESCO til árið 1964, samkvæmt tillögu frá Allsherjarþinginu, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.