Úrval - 01.01.1971, Side 84

Úrval - 01.01.1971, Side 84
82 ÚRVAL, Yanamale bauð okkur velkomin og lét sækja drykkjarskál, sem full var af hvítleitum vökva. Hann saup á og rétti okkur skálina og við fórum að dæmi hans. Síðan var hún borin á milli þorpsbúa, sem dreyptu þegj- andi á drykknum og héldu að því búnu í burtu. Yanamale var einn eftir og fylgdi okkur að stóra gesta- húsinu í miðju þorpinu. Seinna reyndu félagar mínir að taka þorps- búa tali með aðstoð túlks, en ár- angurslaust. Við vorum fyrsta hvíta fólkið sem gisti þorpið, en á því virtust indíánarnir samt engan áhuga hafa. Ekki olli nærvera okkar þeim heldur neinni feimni. Fólkinu virt- ist standa hjartanlega á sama um hvort við fylgdumst með gerðum þess eða ekki. Þar sem kofarnir voru í rauninni ekkert nema þakið — einskonar regnhlífar á staurum — fór allt fram fyrir opnum tjöldum. Konurnar unnu á ökrunum, spunnu, elduðu mat og bökuðu einskonar flatkökur. Kökurnar voru bakaðar á hlóðum og sólþurrkaðar á strá- þökum kofanna. Karlmennirnir bjuggu til allskonar skraut úr marg- litum fjöðrum og smíðuðu eintrján- inga. Hvorki konunum né körlunum virtist liggja hið minnsta á. Enginn erfiðaði. Enginn vann meira en brýnasta þörf krafði. Allir virtust sammála um, að hvíldin væri fyrir mestu. Enda fór mestur tíminn í að hvíla sig. Hver maður virtist eiga sitt hengirúm og þar var maður vís- astur að finna hann. Jafnvel minnstu börnin áttu einskonar hengirúm, sem bundið var yfir axl- ir móðurinnar. Líka fannst fólkinu gott að hvíla sig í ánni. Það má segja, að áin sé annað heimili þess; til hennar snýr það oft á dag. Strax og barn fæðist, er það baðað í ánni. Oyanar virðast geta flotið án þess að hreyfa legg né lið. Þeir leggjast á bakið í blessaða ána sína, teygja makindalega úr sér, lygna aftur augunum og fljóta með straumnum! Þeir láta sér mjög annt um útht sitt. Karlmennirnir eru alveg eins natnir við að snyrta sig og kven- fólkið. Þessir ,,rauðskinnar“ eru ekki rauðir; líkamir þeirra eru brúnir, eins og sólbrunninn maður er brúnn. En þeir smyrja sig rauð- um lit frá hvirfli til ilja; liturinn er gerður úr fræi runna eins og er svo sterkur, að allt, sem indíánarnir snerta verður rautt. A þennan rauða grunn teikna Oyanarnir flókið svart mynstur. Hver tígull, hvert tákn, hefur sína þýðingu. Þannig getur indíáninn verið einskonar gangandi myndasaga. Kunnugur þarf ekki annað en horfa á hann andartak til þess að sjá, hvernig honum er inn- anbrjóst. Til dæmis táknar ein mynsturgerðin, að viðkomandi mað- ur sé ástfanginn. Stúlkan, sem hann er ástfanginn af, þarf ekki annað en líta á kinnarnar á honum til þess að vera með á nótunum. Það sækja sannarlega ekki áhyggj- urnar að þessu fólki. Það lifir fyrir líðandi stund. Það lætur morgun- daginn bíða síns tíma. Það er feikn hláturmilt og á það til að reka upp rokur að litlu tilefni — í augum hvíta mannsins. Oyanar hafa tvö tungumál. Ann-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.