Úrval - 01.09.1974, Side 6
4
ÚRVAL
Svar síðar.
A) Láta hann liggja flatan og
losa um allan klæðnað.
B) Styðja hann uppisitjandi og
losa um bönd og belti.
C) Gefa honum eitthvað örvandi
til dæmis kaffi eða brennivín.
5. Barnið hefur dottið á hjóli. Það
sjást engin meiðsli, en það er með-
vitundarlaust. Hvað á að gera?
Svar síðar.
A) Beygja höfuð þess niður að
hnjám.
B) Bera það inn og kalla á heim-
ilislækninn.
C) Leggja það á hliðina með
framteygða höku og breiða ofan á
það teppi, meðan beðið er eftir
sjúkrabíl.
6. Dóttirin fær hitakóf eftir erfið-
an útileik, höfuðverk, svima, klígju,
kaldan svita. Hvað er helzt til ráða?
A) Láta hana leggja sig á svöl-
um stað. Gefa henni eitthvað kalt
að drekka.
B) Leggja kalda bakstra við enni
hennar og höfuð.
C) Hringja í lækni.
Sjá svar hér á eftir.
7. Maðurinn þinn brennir sig sár-
um en þó lítilsháttar bruna við
starf í kjallaranum. Hvað er fyrsta
úrræði til bóta?
Svar síðar.
A) Leggja við steinolíubakstur.
B) Bera smjör eða feiti á brun-
ann.
C) Lauga brennda blettinn úr ís-
köldu vatni.
8. Sonur þinn hefur stungið ryðg-
uðum nagla upp í ilina. Hvað er
helzt til ráða?
Svarið í næsta kafla.
A) Þvo fótinn vandlega, setja
sóttvarnalyf og bindi um sárið.
B) Flytja drenginn í sjúkrahús
eða til heimilislæknis.
C) Láta hann vera með fótinn í
saltvatni í 10 mínútur.
9. Dóttirin fótbrotnar. Hvað er bezt,
meðan beðið er eftir sjúkrabifreið?
Sjá svar síðar.
A) Leggja ábreiðu undir brotna
fótinn. svo að hann liggi beinn.
Gæta að öllu hnjaski.
B) Bera hana inn og láta hana
sitja með framteygðan fótinn og
hlaða að henni svæflum til stuðn-
ings.
C) Vernda særða fótinn fyrir
allri hreyfingu og hlúa sem bezt
að barninu, svo að því verði ekki
kalt.
10. Fjölskyldan er í skíðaferð og
uppgötvar allt í einu hvítan blett
á kinn drengsins, og það reynist
vera kal. Hvert er helzta úrræðið?
Svarið síðar.
A) Nudda blettinn með snjó.
B) Vefja andlit hans þykkum
trefli eða ábreiðu.
C) Verma blettinn með líkams-
hita.
HÉR KOMA ÖLL SVÖRIN:
1. B) „Munn við munn“-aðferð
er áhrifamest til lífgunar eftir
„drukknun". Hún er einnig notuð
til að lífga eftir raflost, kolsýrings-
eitrun og köfnun í reyk. Armlyft-