Úrval - 01.09.1974, Qupperneq 7
VEIZTU, HVAÐ GERA SKAL . . .
5
ingar og að þrýsta á brjóst er að-
eins framkvæmt, ef höfuðmeiðsli
eða sár á andliti útiloka „munn við
munn“-aðferðina. Hinn slasaði er
þá lagður á bakið með jakka eða
ábreiðu undir herðunum og höfuð-
ið teygt aftur svo sem auðið verð-
ur.
Hendurnar eru lagðar yfir bring-
una og armar færðir upp, fram og
aftur. Þessi hreyfing dælir lofti inn
í lungun og út úr þeim aftur.
2. B) Bezt er að þrýsta höndum
beint á sárið eða búa til þófa úr
einhverju: pappír, handklæði,
skyrtu eða dúk. Halda síðan þess-
um vafning stöðugt og þétt að sár-
inu. Réttur þrýstingur á þennan
hátt getur jafnvel stöðvað blóðrás
út úr sundurtættri slagæð. Þessa
aðferð má hins vegar ekki nota,
ef búast má við aðskotahlutum í
holdi, til dæmis glerbrotum. Sára-
pressur geta valdið skaða í æðum,
og of langur tími í leit að bindum
getur orðið örlagaríkur.
3. B) Flytjið barnið í sjúkrahús,
og takið með ílátið, sem það drakk
úr, svo að auðvelt og fljótt megi
greina orsök eitrunarinnar. Gefið
mjólk eða vatn á leiðinni, ef unnt
er. Aldrei að framkalla uppköst, ef
barnið hefur neytt hreinsiefna eða
þess háttar efna.
Munið, að hindrun er betri en
lækning. Haldið öllum hreinsilög,
lyfjum, pillum og eiturefnum utan
við umgengnishring barna.
4. B) Veiku hjarta er auðveldara
um starf, ef sjúklingurinn situr eða
ér studdur hálfuppsitjandi. Losið
klæðnað um háls, brjóst og mitti.
Hreyfið ekki sjúkling í „hjarta-
kasti“ né gefið örvandi drykki. —
Læknismeðferð er nauðsyn eins
fljótt og mögulegt er.
5. C) Látið meðvitundarlaust
barnið hallast upp til hálfs og and-
litið lúta með framteygða höku.
Það verndar öndunarfærin frá að
stíflast af blóði eða öðru utanað-
komandi. Skiljið ekki meðvitundar
laust fólk eftir eitt án aðgæzlu.
Breiðið yfir það ábreiðu eða frakka
til að halda á því stöðugum hita.
6. A) Látið hana leggjast fyrir á
svölum stað. og gætið hennar vel.
Hitaþreyta getur breytzt í alvar-
legt hitakóf. Gefið kalda drykki,
hlezt kalt saltvatn. Hálf teskeið af
salti í pela af vatni er hæfileg
blanda.
7. C) ískalt vatn dregur úr sárs-
auka eftir brunann. Hreint klæði
undið úr köldu vatni getur náð
betur til sársins en vatnsdreifing,
og því er gott að hafa slíkan bakst-
ur. Aldrei að sprengja brunablöðr-
ur. Setjið mjúkt, hreint bindi laus-
lega yfir brunablettinn, en festið
svo vel, svo að ekki færist til né
ýfist eða óhreinindi geti komizt að.
Meiri háttar brunasár þarfnast
læknismeðferðar og sjúkrahúsvist-
ar. Notið ekki smyrsl eða áburð
og reynið ekki að fjarlægja brunn-
inn klæðnað. Það er eingöngu lækn
isstarf.
8. B) Fólk með slysasár í um-
ferð eða annars staðar þarf að kom
ast í læknishendur svo fljótt sem
auðið er. Allt í lagi er að þvo sárin
og binda lauslega. En aðalatriðið
er að vernda þau gegn smitun og
sóttnæmi.
9. C) Gætið brotna fótarins fyrir