Úrval - 01.09.1974, Page 18
16
með aðferð refsi- og launa matar-
hæfis.
Þetta verkaði vel hjá mér. Ég
hef létzt um 33 pund og hef aldrei
ÚRVAL
verið hraustari á ævinni — né hef-
ur mér liðið betur.
ÁN
Hafið þið nokkurn tíma veit því fyrir ykkur, hvað verður um
þær bylgjur, sem útvarps- og sjónvarpsstöðvar senda út dag eftir
dag? Deyja þær út og hverfa, eða eru þær eilíflega á flökti um
himingeiminn? Þessu er erfitt að svara, en vitað er, að sjónvarps-
bylgjur koma stundum fram ærið löngu eftir að þær eru sendar
út. Frægasta dæmið kom fyrir í Englandi árið 1953.
Allt í einu birtist á skermum fjölda sjónvarpsáhorfenda stilli
mynd frá KLEE sjónvarpsstöðinni í Houston í Texas. Allir vita,
að öðruvísi en með gervihnetti er ekki hægt að senda sjónvarps-
myndir þessa leið, og þar sem þetta var fyrir þeirra daga, tóku
margir sjónvarpsnotendur ljósmynd af stillimyndinni til að geta
sannað, að þeir færu ekki með fleipur.
En það ótrúlegasta við þessa sögu er eftir. Það kom nefnilega í
ljós, þegar haft var samband við stöðina KLEE í Houston til þess
að kanna hvernig á þessu gæti staðið, að stöðin hafði verið lögð
niður fyrir þremur árum, og síðan hafði ekkert verið sent þar út,
ekki einu sinni stillimynd.
Hvar hafð myndin verið allan þennan tíma? Og hvers vegna
sást hún í Englandi — og aðems í Englandi? Enginn veit, en hvað
dettur ykkur í hug?
C.C.