Úrval - 01.09.1974, Page 21
19
H&fundur eftirfarandi frásagnar var einn afkastamesti
njósnari heimalands síns í heimsstyrjöldinni síðari.
Hann segir hér frá atviki, þegar hurð skall nærri hælum
en af öryggisástæðum má hann ekki nota sitt rétta nafn.
„Þú átt leik, Ungverji"
eftir FERENC LASZLO
VV\V M/ \V *
•X-
* * É \V i
*
•)}(• ingu, þegar ég morgun
einn í september 1946,
stóð á kuldalegri Keleti
höfuðborg Ungverja-
lands. Ég barðist við að halda aft-
ur af skelfingunni. Ef ég léti und-
an henni, væri allt glatað. Ég beið
spenntur eftir því, að nafnið Oscar
Zinner væri kallað upp, þótt ég
vissi að það kynni að kosta mig
lífið.
Þar til fyrir tíu dögum hafði ég
aldrei heyrt getið um Oscar Zinn-
er, en kvöld eitt kom einn gömlu
félaga minna þangað, sem ég var
í felum. Hann hafði náð í nokkrar
upplýsingar um þá austurrísku
ríkisborgara, sem ennþá bjuggu í
Búdapest, en sem nú átti að senda
heim.
„Einn maður á listanum hefur
ekki látið heyra frá sér,“ sagði
hann. „Honum hafa verið send boð
um hxenær síðasta lest fer til Vín-
ar með austurríska flóttamenn, en
hann hefur ekki svarað enn og
kannski er hann dauður. Þessi mað
ur er mannamyndamálari að nafni
Oscar Zinner. Viltu freista gæfunn-
ar og reyna að sleppa yfir landa-
mærin í hans nafni?“
Hvort ég vildi! Það var mér lífs-
nauðsyn að komast út úr Ungverja-
landi eins fljótt og auðið yrði. Ég