Úrval - 01.09.1974, Page 23
„ÞÚ ÁTT LEIK . . .“
21
Ég steig fram: „Hér.“ svaraði ég
hásri röddu.
Hinn rétti Zinner hafði sem sagt
ekki látið sjá sig. Gott og vel —
fyrst um sinn. Okkur var skipt í
tíu manna hópa og við vorum rekn
ir inn í nokkra klefa í járnbraut-
inni.
Aftur og aftur fór ég yfir sögu
mína í huganum: „Ég er andlits-
myndamálari, ég er fæddur í Graz,
faðir minn var arkítekt . .
Flautan gall við niðri á pallin-
um — brottfararmerkið. En lestin
hreyfðist ekki. Allt í einu heyrði
ég háværar, rússneskar raddir
koma inn í vagninn okkar. Fjórir
rússneskir liðsforingjar skálmuðu
framhjá, þeir stönzuðu fyrir fram-
an næsta klefa og ég heyrði að þeir
skipuðu farþegunum þar fram á
ganginn. Svo lögðu þeir sjálfir
klefann undir sig og skömmu síðar
hljómuðu þaðan glaðleg hlátra-
sköll og glasaglamur.
Aftur var flautað og lestin lagði
af stað með rykk.
Við runnum hratt út úr borginni
og ég stóð sjálfan mig að því að
hugsa um, hvenær ég sæi land mitt
aftur. En svo ýtti ég þessum dap-
urlegu hugsunum frá mér. Nú var
ég Oscar Zinner á leið heim til
Vínar.
Lestin nam staðar í Kelenfeldt.
Það var fyrsta eftirlitsstöðin. Við
þurftum ekki að bíða lengi eftir
rússneska eftirlitsforingjanum og
túlki hans. Von bráðar komu þeir
inn í klefann. Fyrir aftan þá, úti
í hliðarganganum, stóðu Sovéther-
menn, gráir fyrir járnum, og horfðu
letilega inn til okkar.
Litli, rússneski liðsforinginn var
hörkulegur maður, byrjaði á döm-
unni, sem sat gegnt mér. Hann blað
aði í pappírunum með upplýsing-
unum um hana og gjammaði spurn
ingar á rússnesku, en túlkurinn
þýddi þær á þýzku. Nú var hann