Úrval - 01.09.1974, Side 25

Úrval - 01.09.1974, Side 25
23 „ÞÚ ÁTT LEIK . . .“ maðurinn var hans ekki verður. Svo byrjuðum við, og smám saman rifj- uðust nokkrar brellur upp í huga mínum. Hinir fylgdust með taflinu með lotningarfullri þögn — hers- höfðinginn var greinilega talinn mikill taflmaður. Hann var raunar góður, en mér heppnaðist að veita honum harða mótspyrnu — hann fékk ekkert gefins. Tíminn leið hratt, eins og hann gerir, þegar maður situr yfir spenn andi tafli, og allt í einu veitti ég því athygli, að lestin hægði ferð- ina. Við vorum að nálgast Györ, eftirlitsstöð númer tvö. Hugsanirn- ar fóru á fleygiferð í huga mér í leit að nafninu, en allt í einu var klefadyrunum hrundið upp, og for ingi austurríska hópsins steig inn. „Þessi maður hefur ennþá ekki ver ið yfirheyrður," sagði hann stutt- aralega. En ég var aftur heppinn. Stein- þegjandi reis hershöfðinginn á fæt- ur, lagði voldugan hramminn á bringu mannsins og hratt honum fram á ganginn. Svo skellti hann dyrunum aftur og benti á taflborð- ið. „Davai, Magyar!“ hvæsti hann. ,,Þér eigið leik, Ungverji." „Ungverji!“ É'g var sannarlega á leið frá Ungverjalandi til Austur- ríkis, en það fór hrollur um mig að hann skyldi sjá svona í gegnum mis. Eftir þetta fannst mér að ég stæði hann hvað eftir annað að því að stara á mig rannsakandi augna- ráði, en í hvert skipti, sem ég leit upp, flýtti hann sér að líta niður á taflborðið. Þegar við höfðum lokið fyrsta taflinu, sem hershöfðinginn vann, sagði hann eitthvað við þann, sem talaði þýzku. „Hershöfðinginn segir, að þér teflið vel,“ þýddi túlkurinn. „Hann vill fá annað tafl.“ En áður en við byrjuðum aftur, bauð hann upp á glas af víni. Brennandi vodkað færði mér aftur nokkuð af sjálfsöryggi mínu og ég gekk svo upp í taflinu, að ég gleymdi að fara gætilega. Allt í einu sá ég, að ég var :í þann veginn að vinna. Við vorum komnir að síðustu leikjunum í endataflinu, þegar lestin kom að Hegyeshalom, síðasta eftirlitsstaðn- um. Hér myndi ég vinna eða tapa — ekki bara taflinu, heldur öllu. Túlkarnir og eftirlitsforingjarnir voru að þessu sinni í fylgd hóps Sovéthermanna. með byssur um öxl og handsprengjur hangandi við belti. Þeir litu snöggt inn í klef- ann okkar og héldu svo að þeim næsta. En þar hlýtur hinn móðg- aði fararstjóri að hafa sagt þeim frá „Austurríkismanninum", sem sat inni hjá yfirmönnunum, þvi einn hermannanna kom aftur til að kanna málið nánar. Hann kom inn í klefan okkar heilsaði að hermannasið og sagði í flýti nokkur orð á rússnesku, sam- tímis því, sem hann benti á mig. Aftur fraus heili minn af skelf- ingu. Nú myndi hershöfðinginn láta þá yfirheyra mig, þó ekki væri til annars en að losna við fleiri truflanir. „Ég er andlitsmyndamálari og ég er . . .“ byrjaði ég í örvæntingu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.