Úrval - 01.09.1974, Side 25
23
„ÞÚ ÁTT LEIK . . .“
maðurinn var hans ekki verður. Svo
byrjuðum við, og smám saman rifj-
uðust nokkrar brellur upp í huga
mínum. Hinir fylgdust með taflinu
með lotningarfullri þögn — hers-
höfðinginn var greinilega talinn
mikill taflmaður. Hann var raunar
góður, en mér heppnaðist að veita
honum harða mótspyrnu — hann
fékk ekkert gefins.
Tíminn leið hratt, eins og hann
gerir, þegar maður situr yfir spenn
andi tafli, og allt í einu veitti ég
því athygli, að lestin hægði ferð-
ina. Við vorum að nálgast Györ,
eftirlitsstöð númer tvö. Hugsanirn-
ar fóru á fleygiferð í huga mér í
leit að nafninu, en allt í einu var
klefadyrunum hrundið upp, og for
ingi austurríska hópsins steig inn.
„Þessi maður hefur ennþá ekki ver
ið yfirheyrður," sagði hann stutt-
aralega.
En ég var aftur heppinn. Stein-
þegjandi reis hershöfðinginn á fæt-
ur, lagði voldugan hramminn á
bringu mannsins og hratt honum
fram á ganginn. Svo skellti hann
dyrunum aftur og benti á taflborð-
ið.
„Davai, Magyar!“ hvæsti hann.
,,Þér eigið leik, Ungverji."
„Ungverji!“ É'g var sannarlega á
leið frá Ungverjalandi til Austur-
ríkis, en það fór hrollur um mig
að hann skyldi sjá svona í gegnum
mis. Eftir þetta fannst mér að ég
stæði hann hvað eftir annað að því
að stara á mig rannsakandi augna-
ráði, en í hvert skipti, sem ég leit
upp, flýtti hann sér að líta niður
á taflborðið.
Þegar við höfðum lokið fyrsta
taflinu, sem hershöfðinginn vann,
sagði hann eitthvað við þann, sem
talaði þýzku.
„Hershöfðinginn segir, að þér
teflið vel,“ þýddi túlkurinn. „Hann
vill fá annað tafl.“
En áður en við byrjuðum aftur,
bauð hann upp á glas af víni.
Brennandi vodkað færði mér aftur
nokkuð af sjálfsöryggi mínu og ég
gekk svo upp í taflinu, að ég
gleymdi að fara gætilega.
Allt í einu sá ég, að ég var :í
þann veginn að vinna. Við vorum
komnir að síðustu leikjunum í
endataflinu, þegar lestin kom að
Hegyeshalom, síðasta eftirlitsstaðn-
um. Hér myndi ég vinna eða tapa
— ekki bara taflinu, heldur öllu.
Túlkarnir og eftirlitsforingjarnir
voru að þessu sinni í fylgd hóps
Sovéthermanna. með byssur um
öxl og handsprengjur hangandi við
belti. Þeir litu snöggt inn í klef-
ann okkar og héldu svo að þeim
næsta. En þar hlýtur hinn móðg-
aði fararstjóri að hafa sagt þeim
frá „Austurríkismanninum", sem
sat inni hjá yfirmönnunum, þvi
einn hermannanna kom aftur til að
kanna málið nánar.
Hann kom inn í klefan okkar
heilsaði að hermannasið og sagði í
flýti nokkur orð á rússnesku, sam-
tímis því, sem hann benti á mig.
Aftur fraus heili minn af skelf-
ingu. Nú myndi hershöfðinginn
láta þá yfirheyra mig, þó ekki væri
til annars en að losna við fleiri
truflanir.
„Ég er andlitsmyndamálari og ég
er . . .“ byrjaði ég í örvæntingu