Úrval - 01.09.1974, Page 29
I.
ÚRVALSLJÓÐ — BRÁK
27
Hún fæddist í nægtum á friðsælli tíð
með foreldrum góðum, i kærleik og mildi,
hjá mannviti gæddum og menntuðum lýð,
er málsnilli þekkti og visindi skildi;
því blíð var og þroskasæl bernskunnar tíð,
og björt var sú æska, sem vextinum fylgdi.
En lánið er fallvalt ' lífinu hér,
það löngum er burtrokið fyr en menn varir,
og vott hennar saga um sólhvörf þau ber,
er svipar til helstríðs við frjósandi skarir:
Að ströndu bar langskip með hrægrimmum her
að heiman sem lagðist í víkingafarir.
Þar samið var ei né að sakferli spurt —
því síngirnin vargana magnaði æði;
frá skipum þeir lömdu og grenjuðu af bræði.
Á flótta menn revndu að forða sér burt
í fylgsni að komast, þó smátt væri næði.
Af rangsleitni víkingar ruðu þar nað
og ránsfeng í klvfjum þeir drógu til sanda
því hvern er sig varði þeir sjuggu í stað
þá hugminni ráku sem fénað til stranda,
og kvenfólkið, einnig var þörf fyrir það
í þrældóm að selja til annara landa.
I frumvaxta stúlkur var fengur að ná
og fram hún til skipa með öðrum var rekin,
þar bernskunnar heimili brennandi frá,
og blóðugum ástvina-iíkunum tekin.
Samt orðlaus var kvöl hennar, þögul og þrá,
og þureyg hún örlaga-stormum var skekin.
Með holdi á Sóleyju hreppti úr stað
og heimili — búin í ambáttar-klæði.
í lífssögu hennar þá brotið var blað
nú buðu ei lífskjörin grið eða næði,
og samtíðin spurði ei þýið um það
hvort þrælsmarkið dýpra í kyn hennar stæði.