Úrval - 01.09.1974, Page 32
Upp við Hvítá halda leikmót skyldi
— hugðust Borgar-piltar þangað ríða.
Með þeim fara Egill ólmur vildi
ofur-kappi fyllti skapið stríða,
Þórð, sem oftar, þá hann fylgja beiddi
þangað hann er sér að baki reiddi.
Ærinn fjöldi var þar vaskra manna
— vænn og líka flokkur ungra sveina
leik er með þeim vöxnu varð að banna
en vildu gjarna kraft og fimi reyna;
einir svo á öðrum vangi þreyttu
— eftir hinum stóru gjörla breyttu.
Þarna móti Agli á sjöunda ári
att var Grími Heggs, á tólfta vetri;
illa kunni Egill slíku fári
— eldri sveinninn reyndist knárri, betri,
knatttréð hóf og Grím pústur greiddi
glapinn forsi hæverskunni eyddi.
Grímur, sem til Egils óðar náði,
undir sig hann rak á köldu hjarni,
lék'ann hart, og honum köldu spáði
hvergi vægja lézt því kögurbarni
en hann typta, til svo ræki minni,
tæki hann ei bót og skár sig kynni.
Undan við það Egill mátti halda
— óp að honum smásveinarnir gjörðu;
lá í skapi hart með heift að gjalda
— hefnd þeir frændur grimma sjáldan spörðu
sagði Þórði sína för ei slétta
sem var óðfús mál hans við að rétta.
„Förum þangað“ Þórður hraður mælti,
„þunga hefnd á Grími látum bitna“.
Fékk hann sína öxi Agli og stælti
ofmetnað hans, dirfsku til að vitna;
offors stælti orku hvergi veila
öxi Þórðar festi Gríms i heila.