Úrval - 01.09.1974, Page 33
ÚRVALSLJÓÐ — BRÁK
31
Laust við ópi. Halir voru heitir,
hver þá vopnum brá, svo gjörðist kliður.
Skatnar allir skiftust tvær í sveitir
— skjótt á litið virtist úti friður.
Fleri Borgar-piltum viidu veita,
var þá mlli gengið, sátta að leita.
Fengust grið. f friði burt menn riðu
— fundust aftur brátt á þingi geira;
Óleifur og Heggur branda-hviðu
háðu Laxfit á, svo vcktu dreyra.
Vegnum Grími Valhallar-á-stigu
virðar fylgdu sjö er þarna hnigu.
Skalla-Grímur lét sér fátt um finnast:
friðrof þótti Egill snemma hefja.
Vert samt fannst hans móður á að minnast
mög, er vildi sig ei láta kefja;
kvað hann mundu vÍKingsefni vera
verðan skipa sem, og hjörs að bera.
Efldist brátt að árum jafnt sem þreki
Egill, svo að náði tólfta vetri;
meiri hverjum öðrutn á því reki
íþróttir hann nam á föður setri.
Þá er leikmót sótti að sínum grönnum
samvægði hann þegar röskvum mönnum.
Altaf þótti Skalla-Grími gaman
granna við að þreyta leik, með sonum:
oft var skipað Agli og Þórði saman
einum til að leika móti honum.
Enginn var þar einn sem hafa treystist
orku mót þeim rekk er fram hann geystist.
Leikur var í Sandvík seint á vetri
— særinn þar af breiðum leirum fjarar.
Völlur fundinn vart mun annar betri
verða, sléttum deigum sandi marar,
enda var þar ærinn hópur manna
óðfús til að senda knött og spanna.