Úrval - 01.09.1974, Page 34
Brák, með hinum, hélt og þangað síðast
— haukfrán augun íylgdu bónda-syni.
(Egils fóstru oft það mátti líðast
ambátt vart sem leiðst í neinu skyni);
þungt um daginn henni hugur sagði
— höfgi lá í prúðu yfirbragði.
Enn sem fyr var Agli og Þórði saman
att þar móti sterkum Skalla-Grími.
Leikut' tókst, og lengi þótti gaman
leið við skemtun fram að kvöldi tími.
Ærið veitti örðugt römmum höldi
ungmennunum gagnvart, fram að kvöldi.
Tók að svitna þá og þungan blása
þrekinn bóndi og mjög í skap að renna,
yfir vang með fyllri ferð að rása,
fold upp troða, knöttinn þéttar spenna
heljar-greip og halda ei reglur neinar
— hrukku löngum fyrir vaskir sveinar.
Þegar gjörðist svalt með sólarfalli
sjálfsstjórn alla Skalla-Grímur missti,
berserksgangur óður kom að kalli
— kramdi'ann Þórð, svo hold frá beini nísti
þreif á loft og rak svo hart á hauður
hann að lá með augabragði dauður.
Eftir það til Egils brátt hann venti
-— aðbúð sömu skyldi honum veita,
líkt og vetti einum honum henti
hamreminni framrásar að leita.
Óð þá Brák að æfu heljarmenni
•— ærið mikill gustur stóð af henni:
„Hamast þú, sem skratti, skapi trylltu
Skalla-Grímur nú að syni þínum!
Klækibrögð ef fleiri vinna viltu
víst ég hlýt að duga fóstra mínum!“
Agli þetta undanfæri dugði
— óðar Brák að þrífa Grímur hugði.