Úrval - 01.09.1974, Page 35
ÚRVALSLJÓÐ — BRÁK
33
Undan rann hún, eftir Grímur þegar,
— ógnar-bræði heljarrr.ennið knúði,
létt og frá sem tófa víða vegar
vominn hún um grýttar leiðir flúði,
út með nesi undanhlaupi sætti
Agli frá sem lengst að komast mætti.
Fram í nesið flæmt gat bóndi hana
— fram það mjókkar hinnst í klettarinda.
Sér ef næði vissi hún bráðan bana
Brák var frá — en líka rösk að synda,
hamri fram af hljóp, þó geiglegt væri
■— hennar var það síðsta undanfæri.
Stutt þar undan lítii eyja liggur
— lítið sund, en straumur harðla þungur.
Þangað sér til bjargar Brák nú hyggur
ber þó hólminn sé og nakin klungur.
í því bóndi á klettinn kom með æði
— knúinn líkt og vargur heiftar-bræði.
Brák hann leit að bragði þar á sundi
búna til þess undan skjótt að draga.
Láta hana sleppa, ei hann undi
— aldrei var hann sáttafús til baga,
greip því mikinn steir: með styrkri hendi
stórskeyttur, og eftir henni sendi.
Bjargið milli herða hennar lenti
— hvorttveggja þar sökk á kaf í Græði.
Þar hin göfga kona æfi enti
— uppskar launin fyrir tryggð og gæði.
Hennar líki eftir enginn hugði
— ambáttinni Ránar faðmur dugði.
Eft.ir þetta Grímur gekk til Borgar
— Gneypur eftir máttvíg-morð-á konu!
Át þó vel, án merkja mannorðssorgar,
mun þó hafa spurt um vaska sonu.
Ei til bæjar Egill komið hafði
— óljóst vissu menn livað drenginn tafði.