Úrval - 01.09.1974, Page 40
38
URVAL
Eins duaði er annars brauð — það er gamla sagan.
Hún er í fullu gildi í mannheimum, eins og hún hefur alltaf
verið. En ef lil vill þgkir okkur það áþreifanlegur sannleikur
í dýraríkinu — þar er þetta í bókstaflegum skilningi,
ekki aðeins hugmgndafræðilegum.
r
Otti í trjátoppunum
eftir FRANKLIN RUSSELL
eílílflfiMSfiflg mar næturinnar höfðu
satt seSÍa ekki róað
§1 i<g ráma bavíanann með
g| U JP? þykka faxið, sem tyllti
-Jg sér á eina efstu grein á
h-UUulJiHKIlJU-ít þyrnóttu akasíutré.
Hinir aparnir blunduðu í hnipri,
með lappirnar krepptar að sér og
fingurna fasta um mjóar greinar.
Enginn þeirra hafði enn skynjað
banaboð þau, sem foringinn hafði
fengið:
Þef af hlébarða, sem barst með
svölum blæ næturloftsins.
Sá stærsti í bavíannahópnum var
nær 75 punda þungur og sannar-
lega ekki foringi fyrir neina hend-
ingu.
Staða móður hans sem húsfreyju
apynjanna hafði innrætt honum
sjálfstraust frá upphafi. Strax í
æsku hafði hann unnið sér forystu
meðal jafnaldra sinna með glæsi-
legu fasi og gáfulegum svip. Og
síðan hafði gengið á ýmsu gegnum
félagskerfi apahópsins. og oft hafði
samkeppnin harðnað, unz svo var
nú komið, að hann var óumdeilan-
lega drottnandi karldýr í flokkn-
um, sjö ára gamall.
Vöðvamiklir armar, skörðóttar
tennur, tvöfalt lengri en í apynju,
gátu sannarlega veitt hlébarða
svöðusár, rifið gazellu á hol og
tuskað.krakkana til.
Stundum gat hann orðið æðis-