Úrval - 01.09.1974, Side 41
ÓTTI í TRPÁTOPPUNUM
39
genginn. En hann gat haft takmarka
lausa umhyggju fyrir apynju, sem
var í vanda stödd, og apabarni í
örvæntingu.
Mestallur timi hans fór í það að
tína saman skordýr, egg, mýs, lauf,
stofna, plöntufræ, börk, blóm, ber
og gúmmíkekki, sem storknað höfðu
á stofnum akasíutrjánna.
Með þumalfingri og vísifingri
tíndi hann saman sprota af stráum.
Stundum náði hann í snáka og forð
aðist stungur þeirra og bit bókstaf-
lega með því að slíta þá sundur og
éta þá í flýti.
Tréð, sem þessi stórvaxni api sat
í. titraði lítillega, og þykka faxið á
hálsi hans reis og gerði hann stærri
og ferlegri ásýndum. Breyting þessi
benti til æðis og bar vott um, að
óvinir væru á næstu grösum.
Hlébarði hafði klórað í neðstu
greinar trésins, um leið og hann
iæddist hljóðlega hjá.
Apynja nálægt foringjanum los-
aði svefninn. Hún leit á hann rann-
sakandi augnaráði og beið andsvars
leiðtogans.
Þegar stóri apinn gætti betur að,
sá hann, hvar trýni og haus á hlé-
barða gægðist fram í tunglskinið
undir neðstu greinum akasíutrésins.
Á einu andartaki vöknuðu allir
aparnir, og rámt urr seitlaði um
allan hópinn, þegar þeir fundu nú
glöggt lyktina af hlébarðanum og
fylltust æsingi.
Hungraður, ungur hlébarði leit
upp fyrir sig og greindi skugga-
myndir apanna, sem bar við mána-
skinið yfir trénu.
Hann hikaði samt við að fara
blindingsstökk gegnum fióknar
greinar upp í tréð.
Hann greindi þarna uppi sömu
tennur, sem hann hafði sannarlega
komizt í kynni við niðri á jafn-
sléttu. Hann mundi detta niður.
Sérhverri árás hans á apana
mundi verða svarað í fullum mæli
gegn hungri hans, og svefnstað sinn
höfðu þeir vandlega valið til varn-
ar.
Þá kvað við hár skrækur í fugli,
sem hafði vaknað snemma. Það var
of seint að undrast. Hlébarðinn
skundaði hljóðlega brott og hvarf.
Himinninn glaðnaði, og hræðsla
apanna sjatnaði. Foringinn sat
hreyfingarlaus og hátíðlegur og lét
sem ekkert hefði gerzt til að sefa
þegnana með karlmannlegri fram-
komu sinni.
Augu hans glömpuðu í tunglskin-
inu og flöktu frá einum til annars,
nístu þá og hughreystu í senn.
Einn apinn drottnaði yfir öðrum
i samfélagslegu kerfi apanna. sem
líktist helzt prestaveldi. Hver hélt
sinni stöðu með blekkingum, ógn-
um og ímyndunum, og ef ekki átti
að verða rifrildi og áflog var for-
ingjanum mjög að skapi, að agi og
virðing héldist í hópnum.
Og nú, þegar þefurinn af hlé-
barðanum lafði í loftinu, varð hann
að ákveða heraðstöðu, þegar hreyf-
ing kæmi á hópinn.
Letilega færði hann sig neðar á
næsta tré. Og þegar hinir sáu hann
lækka sig fóru tveir þreklegustu
aparnir niður líkt og þeir létu sie
detta til jarðar, og hópurinn hélt
svo allur í halarófu á eftir þeim.
Ungarnir reiknuðu út fylkingar-