Úrval - 01.09.1974, Page 42
40
ÚRVAL
broddinn, og hinir stærri og ap-
ynjurnar yrðu þeim til verndar,
þegar lagt yrði af stað. með kjarn-
ann, sem næst foringjanum.
En samt réði aðgætnin og óttinn
mestu hjá honum, og enn hreyfði
hann sig ekki úr trénu. þar sem
hann hafði tekið sér bólfestu.
Hann var líka mjög hræddur við
snáka.
Þeir skreiddust um og hlykkjuð-
ust í grasinu undir trjánum, og
hann átti hryllilega bernskuminn-
ingu um slys frá þessum hættulegu
kvikindum. Snákurinn hafði lyft
upp hausnum og tvær gusur af eitri
lentu í augum hans. Hann gleymdi
aldrei ægilegum sársauka. En nú
var allt með kyrrum kjörum, og
foringinn beið, unz síðasti apinn
var horfinn niður úr trénu. Baví-
anar eru eiginlega ekki skógardýr,
þeir eru oft á beit á grundum kring
um vatnsbói eða á lækjarbakka, ef
til vill tveggja mílna vegalengd frá
skógi eða klettum, en þar una þeir
vel. Og þar í vesturátt var aðalað-
setur þessa hóps. Bavíanarnir héldu
nú hljóðlega í áttina þangað og sáu
engin merki um neitt, sem óttast
þyrfti. Apynja fór út í runna og
tíndi egg úr hreiðri. Mús, sem hljóp
út úr holu var gripin fimum greip-
um. Steinum var velt við og bjöll-
ur tíndar úr farinu. Ungarnir hopp
uðu og skoppuðu, glefsuðu hver i
annan og veltust um á leiðinni í
uppgerðar sársauka. En aldrei
sleppti foringinn augum af kjarna
hópsins. og aldrei glataði hann sinni
tignu ró í fasi og hreyfingum.
Hann vissi, að það var enginn
vandi fyrir hlébarða að nálgast hóp
inn, en aðalvandi kattarins var að
velja sér hið rétta fórnardýr.
Bavíanahópurinn var á hraðri
ferð og stöðugri. Tveir ungar í jaðri
hópsins lágu vel við árás, en „hund
api“, stór og sterklegur, var á sí-
felldu vakki í kringum þál, og
stuggaði við þeim.
Tveir fatlaðir apar voru bak við
framverðina. Hverri árás yrði svar-
að af tugum karla. Allir í hóp
mundu þeir ekki hika við að ráð-
ast gegn hlébarða.
Á miðri leið höfðu aparnir farið
mílu vegar og voru að ganga niður
hlíðarhalla með dreifðum trjám,
sem lá niður að vatnsbólinu.
Stóri apinn sá sér til hugarhægð-
ar antilópuhóp á beit við vatnsból-
ið fram undan. Þessar antilópur
voru oft á beit samhliða öpunum,
og báðir hóparnir höfðu samstætt
varnar- og aðvörunarkerfi gegn
sameiginlegum hættum.
Einn af ungunum úr apahópnum
læddist á undan og nálgaðist anti-
lópurnar.
Þögull og vonsvikinn sat hlébarð
inn á trjágrein og horfði umhverfis
sig hálfluktum augum, þegar tvö
dýr nálguðust hann. Nú hafði hann
ekkert étið í tvo daga.
Einmitt þess vegna hafði hann
skokkað í áttina að þessu einstaka
tré þarna nálægt lindinni, þar hafði
hann fundið hálfétinn skrokkinn af
síðustu bráð sinni — gazellu. En af
því að hann var ennþá ungur hafði
hann ekki unnið vel að. Aldrei
framar skyldi slík fljótfærni henda
hann. Og nú höfðu villiúlfar tínt
allt utan af beinunum.
Á þessu andartaki tók gamli for-