Úrval - 01.09.1974, Page 44
42
URVAL
halda sér í greinina á trénu og yfir
buga jafnframt bráð sína, sá fyrir-
sátina.
Hann dró inn klærnar og hund-
apinn féll með hörðum dynk á jörð
ina. En enginn apanna þorði að
ráðast beint framan að hlébarðan-
um.
Stóri, særði apinn dragnaðist
brott fyrir neðan hann, meðan hin-
ir bavíanarnir skræktu og skríktu
og umkringdu tréð, þar sem „kött-
urinn“ var, með æðisgengnum iát-
um. Aðeins undir sólarlag laumuð-
ust þeir hljóðlega brott og sefuð-
ust.
Stóri apinn settist í greinakverk
á gulri akasíu. Allt var breytt. Hlé
barðinn mundi læra sitthvað af
ósigri sínum og verða enn hættu-
legri. Apahópurinn safnaðist um
foringja sinn, en hann gat ekki
hreyft sig. Hann gat ekki stjórnað.
Að morgni mundu meiri kröfur
bíða hans. Að minnsta kosti tveir
sterkir karlapar í hópnum fyrir neð
an hann mundu verða að taka við
stjórn, þegar þeir fyndu, hve veik-
ur hann var.
Það heyrðust kvöldóp í ljónum,
og aparnir klifruðu upp í trétoppa
til að leita öryggis yfir nóttina.
ÁN
Meðan Abraham Lincoln var ennþá bráðungur lögfræðingur,
flutti hann einu sinni tvö mál sama dag fyrir sama dómara. Málin
voru algerlega hliðstæð, eini verulegi munurinn sá, að í öðru var
Lincoln sækjandi, en verjandi í hinu. Þegar hið fyrra var tekið
fyrir um morguninn, sótti Lincoln það af mikilli snilld og vann
fyrir hönd skjólstæðings síns. Eftir hádegið tók hann þveröfuga
afstöðu fyrir hinn skjólstæðinginn, og aftur flutti han?* mál sitt af
stakri lipurð og eldmóði. Dómarinn átti erfitt með að dylja bros
sitt, þegar hann spurði, hvað hefði valdið hugarfarsbreytingu Lin-
colns.
„Herra dómari,“ svaraði Lincoln. „Það getur hent sig, að ég hafi
haft rangt fyrir mér í morgun en ég veit, að ég hef rétt fyrir mér
núna.“