Úrval - 01.09.1974, Side 49
47
„Allt, sem ég />rái, er fullveldi, sjálfstæði og frelsi míns lands,
og endalok valdníðslu annarra á landi mínu,“
segir Anwar Sadat.
Maðurinn,
sem breytti sögu
Mið-Austurlanda
eftir DAVID REED
*
*
*
*
I
hvert sinn, sem hann
á tómstund, flýr hann
Kairo og heldur til
* heimabyggðar sinnar í
% Mit-abo-el-Kom í ós-
hólmum Nílar, en þar
á hann snoturt einbýlishús og sjö
ekra stóran ávaxtagarð. Hann skipt
ir þá á dýrum borgaraklæðnaði sín
um fyrir bændakufl sinn, sem er
ökklasíð skykkja - - galabiya — og
eyðir svo nokkrum dögum í sam-
vistir með öðrum, sem minna á hið
eilífa. sígilda Egyptaland. Hann
reikar um akra, þar sem vatna-
bufflar mynda enn ótal hringi í
jarðveg fyrir plógi. Hann tekur sér
langar hvíldir í samtali við bænd-
ur, sem hann hefur þekkt alla sína
ævi. Á knjám við hlið almennra
þorpsbúa, flytur forseti Egypta-
lands, Anwar Sadat 55 ára að aldri,
bænir sínar í mosku þorpsins.
Svonær algjörlega á eins manns
hönd hefur þessi maður af bænda-
ættum breytt stefnu sögunnar í Mið
Austurlöndum.
Sadat var aðalteiknari október-
stríðsins við ísrael 1973, ef þá lík-
ingu mætti nota. En það komst á