Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 61
F. SCOTT
59
hann náði einföldum, glaðlegum
stíl með ljóðrænni skynjun og fjör
legu ímyndunarafli. Þegar hann
lýsti Jay Gatsby, átti Fitzgterald
sjálfur „háþróaða viðkvæmni gagn
vart töfrum lífsins“.
„Hann virtist alltaf vera að skipu
leggja lestur góðra bóka, heimsókn
ir til fagurra staða og hamingju-
rikra samfunda," sagði Zalda kon-
an hans að honum látnum.
Fitzgerald fannst hvert augna-
blik dýrmætt. Hann elskaði lífið,
þrátt fyrir vonbrigði og eigin mis-
tök.
„Fitzgerald hetja“ nútímans er
rómantískur glaumgosi og glæsi-
menni, með sveimhygli hins unga
Fitzgeralds sjálfs í svip og fasi.
„Stundum gat ég ekki greint,
hvort við Zelda erum raunveruleg-
ar manneskjur eða bara persónur
i einhverri skáldsögunni minni,“
sagði hann eftir fyrsta glampann
af stórsigri sínum.
„Við hugðum ekki á sjálfstrygg-
ingu,“ sögðu þau Zelda og Fitzger-
ald, „þegar við giftum okkur,
ákváðum við að óttast ekki neitt.“
STJÖRNUDÝRÐ
Fitzgerald var fádæma bráð-
þroska.
Þegar hann var aðeins 12 ára,
1908, og átti heima í St. Paul í
Minnesota, hafði hann skrifað lög-
reglusögur og skipulagt leiki með
sínum ungu vinum og orðið ást-
fanginn. í Princetown var þessi
hrokkinhærði piltur með fagur-
meitlaða andlitsdrætti undraprins í
samkvæmum.
„Ég hafði samt ekki tvennt til að
bera, sem talið er mest til gildis:
Dýrslegt aðdráttarafl og peninga,"
skrifar hann seinna. „En tvennt
annað átti ég samt: Gott útlit og
gáfur, svo að ég hlaut alltaf úrvals
dömur.“
Hann elskaði Princetown en varð
að fara huldu höfði á yngri árum,
þegar hann fékk malaríu. Hann
náði sér þó nógu snemma til að
verða skráður í herinn, þegar Banda
ríkin gerðust aðilar að fyrri heims
styrjöldinni. Og þá var hann send-
ur til Sheridanbúðanna í Alabama
nálægt Montgomeryborg, en þar
kynntist hann Zeldu, fjörlegri 17
ára stúlku, gullinhærðri fegurðar-
dís. Hann dáði hana takmarkalaust
og lýsir henni sem „fegurðardrottn
ingu Alabama og Georgíu“.
Æsileg ástarkynning þeirra var
rofin, þegar herdeild Scotts var
send til Evrópu, en styrjöldinni