Úrval - 01.09.1974, Page 65
F. SCOTT
63
legast. Þetta er ekki helgisögn,
þetta er vissulega ein mesta snilld
vorra daga.“
Fitzgerald hafði skrifað í sögunni
The Great Gatsby,
„Eftir lát Gatsby varð upprisa
min líkust afturgöngu.“
En það er þessi svipur uppris-
unnar í hans eigin lífi, ásamt end-
urreistum orðstír, sem virðist valda
þeim vaxandi áhrifum, sem Fitzger
ald hefur á ímyndunarafl Ameríku
manna.
Menn dást að mannlegum létt-
leika hans og andagift, ágæti og
snilld hugsjónanna, sem berjast lát
lausri baráttu gegn árásum ógæf-
unnar.
ÁN
Auglýsing úr spænsku blaði: „Til fjáröflunar fyrir nýjan dýra-
spítala hefur Dýraverndunarfélagið í Barcelona ákveðið að halda
nautaat . . .“
Ef maðurinn skiptir um skoðun jafn ört og konan, er hann
venjulega kvæntur henni.
K.M.
Skorti þig orð til að lýsa einhverju ■— þegiðu þá.
S.H.
Hinn bandaríski þingmaður framtíðarinnar mun ekki guma af
því að vera fæddur í bjálkakofa. Ævisagan hans hefst svona:
„Fjölskylda- mín átti aðeins einn bíl.“
V.P.
Engin skepna bítur sárar en samvizkan.
Samræðuslitin er ekki gleymd. Hún er bara í felum bak við
sjónvarpið.
E.Ó.
Enginn eldur logar skærar en bálið af brúnum, sem maður
brennir að baki sér.
Dylan Thomas.
Öll þessi þvæla um aldur er eintómt rugl. í hvert sinn, sem ég
verð ári eldri, verða hinir það líka.
Gloria Swanson.