Úrval - 01.09.1974, Page 72
70
URVAL
þolir nokkra sálu nær sér en þrjá
metra?“
En það varð að hjálpa henni, svo
ég nálgaðist hana varlega með
skeiðina og opna flöskuna. Um leið
og hún fann lyktina af innihald-
inu, skildi hún greinilega, að þetta
var það sem hún þurfti. Ljúf eins
og lamb tók hún hverja skeiðina á
fætur annarri, þar til hún hafði
fengið sinn fulla skammt. Þegar ég
hætti að moka í hana, gaf hún mér
greinilega til kynna, að ég skyldi
hafa mig burtu.
Það er furðulegt, hvað grísir
vaxa og þroskast hratt. Kind er
fimm mánuði að koma einu, í mesta
lagi tveimur, lömbum í þennan
heim, kýr er níu mánuði að fram-
leiða einn einasta kálf. Henríetta
eignaðist aftur á móti frá átta upp
í átján grísi í einu og óléttustand-
ið varaði tæpa fjóra mánuði. Þetta
er sko framleiðsla! Á hálfu ári
bæta grísirnir við sig 6000% í
þyngd og þá eru þeir tilbúnir til
slátrunar.
Svínakjöt inniheldur meira thia-
min - — B 1 vítamín, sem skiptir
verulegu máli fyrir skaplyndi okk-
ar og vinnuþrek — en nokkurt
annað kjöt. Einnig riboflavin, B 2
vítamín, sem er mjög nauðsynlegt
fyrir vöxt og þroska — og allar
þær átta amínósýrur, sem við höf-
um þörf fyrir, eru í miklu magni í
svínakjöti. Og það sem meira er,
svínið gefur okkur þar að auki
ACTH, kraftaverkahormónið, sem
dregur m. a. úr liðagikt. Efnaverk-
smiðjurnar nota 400.000 heiladingla
úr svínum, til að framleiða tæp-
lega hálft kíló af ACTH.
En af þeim rúmlega 70 mismun-
andi vörum, sem við fáum af svín-
inu, er kjötið þó stöðugt það bezta
Heima hjá mér kvíðum við ekki
vetrinum, þegar við eigum skinku
í hrönnum hangandi í rjáfrinu, og
flesk í frystikistunni. Við getum
valið á milli; ýmist haft reykta
síðu, heimagerða pylsu eða safa-
ríka rifjasteik, og ef okkur langar
til, getum við sett heilsteiktan
mjólkurgrís á borðið á aðfanga-
dagskvöld, meira að segja með epli
í kjaftinum.
Grísir evu kannski ekki sérlega
falleg dýr, en mér finnst þeir af-
skaplega góð dýr.
☆
Dr. Harry M. Sparks, fyrrverandi forseti í Murry State háskóla
í Kentucky, hefur haft í nógu að snúast, síðan hann lét af störfum
í fyrra.
„Ég fann fyrir stjórnarnefndina," sagði hann, ,,og hún kom sam-
an þriðja hvern mánuð. En nú vinn ég hjá Lois Sparks og hún
kemur hvern einasta morgun.“