Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 73
Þegar við ókum að heiman vorum við tvö, en nú vorum við
allt í einu orðin þrjú.
71
I kappakstri við storkinn
eftir MARVIN WEISBORD
Úr Parent's Magazine
'***** g Þetta er fæðingar-
•*
*
*
*
bekkurinn." sagði hjúkr
O!’’- unarkonan og benti á
lííí
bv
mxm
j*
fyrirtæki úr krómi,
stáli og leðri. Við vor-
um 6 eða 8 hjón, allt
tilvonandi viðskiptavinir — saman
komin í fæðingarstofu fæðingar-
deildarinnar, og það var verið að
sýna okkur hina margvíslegu hluti,
sem þar eru. Þetta fæðingarheim-
ili hafði ekkert við það að athuga
að hleypa tilvonandi feðrum inn á
fæðingarstofuna, það var öðruvísi
á fæðingarheimilinu þar sem Jan,
litli sonur okkar, leit fyrst dags-
Ijósið fyrir þremur árum.
Við höfðum séð alls konar tæki,
lampa, reimar, sprautur, hjúkrun-
arkonur, fæðingarstofur og hin
notalegu herbergi, þar sem mæð-
urnar lágu eftir fæðinguna — i
stuttu máli sagt, allt, sem máli
skipti.
„Hvað gerist nú, ef maður nær
ekki hingað í tæka tíð?“ spurði ég
ljósmóðurina. „Hvað nú, ef fæð-
ingin t. d. byrjar á meðan maður
er á leiðinni hingað?“
Ljósmóðirin, sem greinilega var
vön asnalegum spurningum frá
verðandi feðrum, brosti í kampinn.
„Það gerist ákaflega sjaldan," svar
aði hún og það leyndi sér ekki, að
henni fannst þetta kjánaleg spurn-
ing. „Ungbörn láta mæðurnar vita
af sér með nægum fyrirvara."
„Ég veit það,“ sagði ég. „En ef
. . . ?“
Nú hlógu hin hjónin einnig. ,,Ja,“
sagði ljósmóðirin í uppgjafatón, á
meðan við vorum á leiðinni út, „þá