Úrval - 01.09.1974, Síða 74
72
ÚRVAI.
er víst ekkert skárra að gera en
reyna að finna lögregluþjón; hann
veit hvað gera skal.“
Kvöld nokkurt, fáeinum vikum
seinna, kvartaði Jonna yfir dauf-
um krampa í kviðarholinu.
„Finnst þér það vera eins og hríð-
ir?“ spurði ég hikandi.
„Nei, það er næstum eins og ég
hafi borðað eitthvað, sem ég þoli
ekki,“ svaraði hún. ,,Og þar að auki
á ég ekki að eiga barnið fyrr en
eftir u. þ. b. hálfan mánuð.
En verkirnir jukust og um ellefu
leytið um kvöldið hringdi ég á fæð-
ingarheimilið.
„Þér skuluð koma með konu yð-
ar strax,“ var svarið, „og við skul-
um senda eftir lækninum."
Jonna var klædd í tækifærissíð-
buxur og greip nú aðeins þykkan
frakka með sér, af því að þetta var
um miðjan febrúar og lagði hann
yfir axlirnar, meðan hún hljóp út
að bílnum. f óðagotinu gleymdum
við að taka með töskuna, sem hún
hafði tilbúna með greiðu, tann-
bursta, náttkjól og inniskóm.
Hún snerist á hæli og ætlaði að
hlaupa inn aftur.
„Nei,“ hrópaði ég, „láttu mig
sækja þessa tösku.“
Mér fannst ég vera heila eilífð
að finna hana, en nokkrum mínút-
um síðar var ég kominn út í bíl.
Þetta var fremur svalt vetrar-
kvöld, með níu gráðu frosti og göt-
urnar voru ójafnar og hálar af ísi
og snjó.
Ég ók eins hratt og ég þorði.
Jonna sat stynjandi við hliðina á
mér. ,,Ég finn hvernig barnið þrýst-
ir á.“
„Við verðum komin eftir fáeinar
minútur,11 sagði ég hughreystandi,
skauzt yfir á rauðu ljósi og vonað-
ist til þess í fyrsta sinn á iífsleið-
inni að vera stöðvaður af reiðum
lögregluþjóni.
„Þegar maður hefur fætt einu
sinni ætti maður að geta gert það
aftur . . .“ muldraði Jonna aftur
og aftur, til þess að halda kjark-
inum, meðan hríðirnar gáfu henni
engin grið.
Allt í einu hrópaði hún: ,.Mér
finnst að barnið sé oð koma!“
„Taktu þessu nú rólega,“ sagði
ég vanmáttugur. „Það eru aðeins
feitar konur, sem hafa átt sautján
börn. sem fæða í bíl.“
Það var hvorki mann eða bíl að
siá nokkurs staðar og mér fannst
að við Jonna værum ein í öllum
heiminum. Nú teyeði hún úr fótun-
um beint framfyrir sig. „Nú kem-