Úrval - 01.09.1974, Page 77
75
Ég er þakk'látur fgrir lifslykkið milt. En ef mér dytti í hug
að ganga í h jónaband er ég ekki viss um, að ég þyrði
að Ijóstra upp þessu léyndarmáli mínu fyrr en . . .
Láttu
lífstykkið
eftir FRED SPARKS
8 1950, þegar ég hafði ný
lega fengið fyrsta líf-
stykkið mitt fór ég sem
I stríðsfréttaritari til Kó-
; reu. Til þess að koma
ekki upp um leyndar-
mál mitt beið ég eftir því að aðrir
í tjaldinu væru gengnir til náða,
fór svo niður að ánni, fór úr líf-
stykkinu og þvoði það vandlega,
svo hengdi ég það til þerris, fyrir
utan tjaldið og ætlaði að grípa það
þar næsta morgun áður en bjart
yrði, en seinnipart nætur vaknaði
ég af værum blundi við-æstar radd-
ir:
mitt í friði
„Hæ, það hlýtur að vera komin
stúlka!"
„Johnson, burt með puttana af
þessu lífstykki.11
„Hvers vegna má ég ekki fara
með það til hennar? Það eyðileggst
bara í sólinni."
„Ég skal færa henni það.“
„O, andskotinn, liðþjálfi, í þess-
um sökum eru allir jafnir!"
Ég heyrði að slagsmál voru í að-
sigi. Mér leið eins og ég væri á
leiðinni til gálgans, þegar ég stjákl-
aði út úr tjaldinu. Að minnsta kosti
tíu hermenn horfðu á, þegar ég reif
lífstykkið til mín.