Úrval - 01.09.1974, Side 78
76
ÚRVAL
„Hvaða idjót er þetta?“ hrópaði
einhver. Svo þjöppuðust þeir aliir
að mér, ógnandi í bragði. Sem bet-
ur fór kom liðsforingi þar að.
„Hvað gengur héi'na á?“ spurði
hann.
„Þetta er lífstykkið mitt,“ sagði
ég ásakandi. „Ég er veikur í bak-
inu.“
Það var löng þögn, en að lokum
sagði einhver þurrlega:
„Þú mátt fara í það núna, elsk-
an.“
Auðvitað getur maður lent í alls-
konar óþægilegum kringumstæðum,
en engu að síður er ég þakklátur
fyrir pansarann minn. Þegar ég vgr
á miðjum fertugsaldri hafði ég,
eins og svo margir aðrir borgarbú-
ar, komið mér upp þessari sígildu
slöngu um miðjuna og var nægi-
lega fyrirferðarmikill til þess að
jafnvel vandfýsnustu mannætur
hefðu fengið vatn í munninn. „Of
slappir kviðvöðvar," sagði iæknir-
inn minn. Milljónir manna geta
ekki staðizt matarkúr eða iðkað
leikfimi, eða eru einfaldlega of
vöðvaslappir til að geta haldið eig-
in maga uppi.
Þegar ég uppgötvaði fyrir að ég
var að fá ístru, sagði mamma hug-
hreystandi:
„Feitlagnir menn geta líka verið
myndarlegir."
En ég er ekki feitlaginn. Það var
einhvern tíma einhver, sem sagði
að ég væri einna líkastur slöngu,
sem hefði gleypt fótbolta. Dag
nokkurn vék ungur oflátungur sér
að mér á ströndinni og sagði: „Fyr-
irgefið herra, eigið þér von á yð-
ur?“
Eftir að hafa margsinnis árang-
urslaust reynt að herða upp hug-
ann dreif ég mig loks inn í líf-
stykkjagerð. Ég gat þó ekki fengið
mig til að segja hvað það var sem
ég raunverulega vildi, heldur stam
aði: „Hér, ég — hér — ég á í -
svolitlum vandræðum með bakið.“
Afgreiðslumaðurinn leit brosandi
á ístru mína. Ég hefði getað horfið
ofan í gólfið, þegar hann hrópaði
mál mín hárri röddu til aðstoðar-
mannsins: „Mittismál 94, magi 112,
ístra 15. Aðstoðarmaðurinn fór á
bak við og kom eftir stundarkorn
aftur með lífstykki handa mér. Það
var úr hvítu rayonefni með löng-
um reimum, sem átti að þræða í
gegnum göt á hliðunum. Að fram-
an var það 25 cm á hæð og að aft-
an 18, það var með sex fjaðrandi
teinum og leit út fyrir að vera fuil
komlega skothelt.
Ég greip andann á lofti, þegar ég
reyrði það að mér, en í speglinum
sá ég glæsilegan, grannan mann,
teinréttan eins og tindáta. Þegar
maður þrýstir maganum þangað
sem hann á að vera, þá er maður
líka ósjálfrátt beinn (Reynið sjálf
að leggia hendurnar á kviðinn og
þrýsta á).
Nú hafði mittismál mitt minnk-
að um næstum 15 cm, svo ég hefði
getað geymt skóna mína undir belt-
isstrengnum, án þess að vita af því.
Næsta skrefið var því að fara til
klæðskerans og fá hann til þess að
iagfæra fötin mín og þegar éa í
fvrsta sinn sýndi mig svona í sam-
kvæmislífinu, greip ein vinkona
mín andann á lofti og sagði:
„Freddy! Þú hefur grennzt um