Úrval - 01.09.1974, Síða 81
79
//ve lengi hafði liann þreifað sig áfram, eins og blindur maður,
sem leitar fyrir sér með stafnnm sínum? En hann var
alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Hann hefur sýnt mér,
hvernig maður á að tako móttætinu, beinn í baki.
Takíð oían fyrir kisa
eftir ERA ZISTEL
H
KMnÍKíK'/K ann var kötturinn minn,
en ég þekkti hann ekki
ífc mikið. Sem kettlingur
(!) var hann bíræfnastur af
kettlingunum — sá
fyrsti, sem rannsakaði
húsið og vogaði sér út. Þess vegna
kölluðum við hann Marco Polo, eða
bara Marco, og því nafni gegndi
hann — þegar það hentaði honum
— með því að blaka öðru eyranu.
Flesta daga flakkaði hann um
skóginn bak við húsið okkar.
Stundum rakst ég á hann þar, en
það var eins og við þekktumst
ekki, við litum rétt sem snöggv-
ast hvort á annað. En hann kom
alltaf heim til að borða og sofa.
Og þrátt fyrir allt var hann minn
köttur.
Ég hefði áreiðanlega ekki sakn-
að Marcos mikið, þótt hann hefði
horfið einn góðan veðurdag. En
þess í stað gerðist nokkuð annað.
Ég heyrði ískur í bílhemlum, og
þegar ég hljóp út, sá ég hann liggja
í vegarskurinum með höfuðið teygt
aftur á bak og galopin, tóm augu.
Það voru engin merki um líf. Ég
lagði hann því í pappakassa og fór
að leita að skóflu, svo ég gæti
grafið hann, en þá heyrði ég lágí