Úrval - 01.09.1974, Side 84
82
ÚRVAL
skipta öllu máli. Hann kraflaði sig
ótrauður upp á steininn aftur, náði
jafnvæginu og hélt áfram.
Ég óskaði innilega, að hann
mætti bera beinin hérna einhvers
staðar milli trjánna, þar sem hann
vildi helzt vera. En hann er enn-
þá hjá okkur. Heimur hans er ekki
stór núorðið, varla meira en karfa
á hlýjum stað. En þá daga, sem
sólin skín, röltir hann út, sezt á
efsta þrepið í tröppunum, hlustar
eftir hverju nýju hljóði, snýr höfð-
inu kvikur á báða bóga, kannski er
það fugl, kannski bjalla, sem ríslar
í þurru laufinu.
Þar sem hann situr rólegur og
bíður þess sem verða vill, finn ég
ekki til með honum — það myndi
hann aftaka á sama hátt og þegar
ég ætlaði að bera hann yfir lækinn
— en ég kenni djúps þakklætis.
Hann hefur sýnt mér, hvernig mað
ur á að taka mótlætinu beinn í baki,
hvernig maður á að sigrast á því
með kjarki og óbifanleika.
☆
Svipleiftur samtímafólks.
Lillian Hellman, höfundur kvikmyndahandrita, sem gerði meðal
annars mörg handrit fyrir hinn nýlátna framleiðanda Sam Gold-
wyn, skrifar:
Mér féll bezt við óútreiknanlegar fjarstæður hans og duttlunga
í framkomu. Þegar hann þurfti hylli fjöldans, gerði erfiða samn-
inga og fann, að fyrsti leikurinn var ekki vænlegur til árangurs,
var hann stórkostlegur. Ég var einu sinni stödd á skrifstofu hans,
þegar hann þurfti að fá leikara, sem var á samningi hjá Darryl
Zanuck. Hann hringdi og krafðist þess að Zanuck væri kallaður
út af mikilsverðum fundi. Eftir langa bið sagði Goldwyn í símann:
„Jæja, Darryl, hvað gæti ég nú gert fyrir þig í dag?“