Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 88
86
ÚRVAL
ári á hennar reikning (100 milljón
krónur).
Snemma árs 1972 útnefndi Roy
Baker, aðalskurðlæknir brunavarð-
liðsins, tíu aðstoðarlækna á vegum
liðsins, ;en þetta nam einni milljón
dala, og skyldi hver þeirra hafa um
sjón með sérstakri björgunarsveit.
Þar næst skipulögðu þeir, hann og
Waters, sameiginlega frekari
fræðslu þessu starfsliði öllu til
handa. Áður en slökkviliðsmaður
væri ráðinn til fullkomins starfs,
yrði hann að hafa minnst 206 náms-
stundir að baki í hjálp í viðlögum
og annarri aðstoð við sjúka og slas
aða. Og honum bar auk þess að
bæta við sig vikulegri þjálfun með
stöðugu starfi við þetta.
„Hinn raunverulegi lykill að
allri okkar velgengni við þetta er
stöðug þjálfun. Við stönzum al-
drei,“ segir dr. Baker.
Það er auðvelt að sanna kosti
þessa skipulags og þessarar starf-
semi í Jacksonville. Árin 1968 til
1971 fjölgaði umferðarslysum þar
um 41 prósent. En dauðsföllum,
miðað við þúsund slasaða, fækkaði
um 38 af hundraði.
Og nú er svo komið, að minna
en eitt prósent slasaðra deyr, áður
en þeim er komið í sjúkrahús.
Af 1382 hjartasjúklingum á fyrstu
6 mánuðum ársins í fyrra komust
87 prósent í sjúkrahús í „lífvæn-
legu“ ástandi.
Svona vel hefur starfsemin tek-
izt í Jacksonville með 3,1 milljón
dala framlagi af ríkisfé (um 310
millj. kr.).
Waters er nú að stækka starfs-
svæðið og bæta við 3900 fermílna
svæði sveita umhverfis borgina í
norðausturhluta Florida-fylkis.
Árið 1972 kostaði lögregluvarð-
staðan í Jacksonville yfirhöfuð
28.20 dali á mann, gagnvart elds-
voða nam upphæðin 16.9 dölum. En
neyðarvaktin var 1.56. Flestir skatt
greiðendur fallast á að þetta sé í
meira lagi sanngjörn summa fyrir
þá þjónustu, sem þarna veitist:
Hina beztu í landinu.
ÁN
Rothschild lávarður, af hinni frægu bankamannaætt í Evrópu,
sneri sér að sessunaut sínum í veizlu og sagði:
,,Þú þarft ekki að veita mér neina sérstaka athygli, ég er hvorki
sá ríkasti eða ruddalegasti í fjölskyldunni."