Úrval - 01.09.1974, Page 90
88
ÚRVAL
Busselton, sjávarkauptún með
löngum, hvítum, hreinum strönd-
um, u. þ. b. 180 km suður af Perth,
var valinn til þessarar tilraunar,
vegna þess að fólkið þar hefur
sterka samfélagslega vitund, það er
ekki mikið um flutninga þangað og
þaðan, og þar eru engin „truflandi"
áhrif, eins og t. d. iðnaðarmengun.
1972 undirgekkst fólkið þriðju
reglubundnu rannsóknina, hlekk í
rannsóknarkeðju, sem áætlað er að
standi áfram um ókomin ár.
Það sem aflazt hefur af læknis-
fræðilegri þekkingu af þessu fyrir-
tæki, hefur farið larigt fram úr von-
um. T. d. lítur út fyrir að sívax-
andi sannanir hlaðist upp fyrir því
að hafa megi veruleg áhrif á heilsu
og langlífi með tiltölulega litlum
breytingum á lifnaðarháttum. Þar
að auki hefur þessi tilraun orðið
hvati til sérstakra sérfræðirann-
sókna á ákveðnum sviðum og lyk-
ill að bættum og breyttum skiln-
ingi á sambandi læknis og sjúk-
lines. Ef til vill er þó mikilvæg-
asti þátturinn í því fólginn, að
Busselton tilraunin hefur sýnt, að
hægt er að virkja heil samfélög til
góðs.
FJÁRSKORTUR
Þegar læknarnir hófu þessa til-
raun 1966, með nokkur hundruð
pundum og tækjum, sem þeir höfðu
tínt saman að láni héðan og þaðan
og það af skornum skammti, þörfn-
uðust þeir nauðsynlega hjálpar
borgaranna í Busselton. Fyrst var
leitað hjálpar frá Rotary og öðrum
mannúðarsamtökum staðarins og
þeðið um sjálfboðaliða til að reka
rannsóknardeildina, kynna áætlun-
ina og hvetja fólk til að taka þátt
í henni. Þannig var t. d. trésmiður
af staðnum ráðinn til að stjórna
hjartalínuritsvélinni, sem skráir
hjartslátt sjúklinganna. Þetta gerði
hann með sóma eftir stutta en ná-
kvæma þjálfun. Á sama hátt stjórn
aði húsmóðir úr kauptúninu áhaldi,
sem mælir starfsemi lungnanna.
Að velja sjálfboðaliða úr hópi
borgaranna til að starfa við rann-
sóknarstöðina reyndist mesta snjall
ræði. Ekki bara að þetta fólk reynd
ist mjög liðtækir starfsmenn á
rannsóknarstöðinni, heldur unnu
þeir af alefli við að fá hinn al-
menna borgara til að taka þátt í
rannsókninni.
„Til að byrja með sýndi fólk
þessu engan áhuga,“ segir frú Val
Barrett, kona húsasmiðs í Bussel-
ton, en hún var einn af fyrstu sjálf-
boðaliðunum. „Fólki fannst fárán-
legt að fara til læknis, þegar ekk-
ert var að því, en þegar skírskotað
var til félagsþroska þess og sagt að
upplýsinaarnar, sem þannig myndu
safnast kynnu að hjálpa öðrum, lét
enginn á sér standa.“
BYRJUNARÖRÐUGLEIKAR
Daginn, sem rannsóknin hófst,
leit út fyrir að allt myndi lenda í
óreiðu. Fólk hafði verið beðið að
koma til rannsóknarstöðvarinnar á
ákveðnum tímum og þannig hillzt
til, að menn kæmu þangað með
tveggja mínútna millibili. Öllum
hafði verið tjáð, að í þetta myndi
ekki fara meira en hálf klukku-
stund.
„Tilraunadýrin" skiluðu sér á