Úrval - 01.09.1974, Síða 92

Úrval - 01.09.1974, Síða 92
90 ÚRVAL og fór eftir því. „Hann kann að hafa frestað hjartaáfalli sínu um aldur og ævi,“ sagði læknirinn. Meira að segja sígarettureyking- ar hafa minnkað í Busselton síðan borgurunum var komið í skilning um, að heilsufarið væri á þeirra eigin ábyrgð. Þegar fyrsta rann- sóknin var gerð 1966, reyktu 53% karlmanna í Busselton sígarettur, 1972, þegar þriðja rannsóknin var gerð var talan komin ofan í 44% . SNEMMA BEYGIST KRÓKURINN Að éta of mikið er ein af verstu hættum hins auðuga hluta heims. Við barnarannsóknirnar kom í ljós, að furðulega mörg börn höfðu þá þegar kólesterólmagn í blóðinu, sem benti til þess, að þeim yrði hætt við hjartasjúkdómum, þegar þau næðu þrítugs eða fertugs aldri. Þannig reyndist ástatt um 5% barn anna. Sá, sem annast þessa rann- sókn í Busselton, álítur að þetta sé hvorki verra eða betra en hjá öðr- um auðugum þjóðum heims, þar sem börn byrja strax 6 eða 7 ára að éta sig ofan í gröfina. Þegar fram líða stundir, getur Busselton rannsóknin orðið til góðs um allan heim með því að afla ör- uggari vitneskju um, hvenær ákveðnir þættir verða hættulegir heilsunni. Læknar hafa nú þegar nokkuð áreiðanlegar hugmyndir um, hvenær kólesterólmagn verður of hátt, en upplýsingarnar frá Buss elton geta orðið til þess að ákveða hættumarkið enn nákvæmar. Frá þessari þekkingu gætu kom- ið reglulegar rannsóknir á kólester ólmagni, á sama hátt og skipuleg gegnumlýsingin, sem hefur átt mest an þátt í því að útrýma berklum í Ástralíu. Og ef, eins og rannsóknar læknarnir í Busselton vona, að þeir geta ákveðið hliðstæð hættumörk fyrir annars konar sjúkdóma, gæti þetta leitt til áhrifamikils heildar- skipulags á fyrirbyggjandi læknis- aðgerðum, ef tll vill í því formi, að borgarar almennt færu til rann- sóknar á heilsugæzlustöðvunum þótt þeir kenni sér ekki meins, svo þær bæru þannig nafn með réttu. Ef til vill skiptir það líka veru- legu máli, að Busselton rannsóknin getur nú orðið verulegur leiðar- steinn varðandi hlutverk lækna í samfélaginu. í skýrslu ástralska læknafélagsins 1972 er talið, að heimilislæknar verði á næstu 30 árum raunverulega framkvæmda- stjórar heilsugæzlustöðva í hinum ýmsu sveitar- og bæjarfélögum. Þvílíkar heilsugæzlustöðvar eiga að sameina hina ýmsu sérþætti lækna vísindanna: heimilislækninn, hér- aðshjúkrunarkonur, tannlækna, fé- lagsráðgjafa, lyfjafræðinga, sál- fræðinga, sjúkraþjálfara og þannig mætti lengi telja. Framkvæmdastjóri heilsugæzlu- stöðvarinnar myndi hafa yfirum- sjón með öllu eftirlits- og læknis- starfi — þar með talið sálrænum og þjóðfélagslegum vandamálum. Með aðstoð héraðshjúkrunarkvenn anna myndi hann fylgjast sérstak- lega með því fólki sem álitið myndi vera hætt. Hann myndi sjá um fé- lagslega ráðgjöf og sálgæzlu og yf- irleitt hvert það fyrirbyggjandi at- riði, sem hægt væri að koma í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.