Úrval - 01.09.1974, Page 94
92
ÚRVAL
Það eru margar raunir, sem þeir eiga við að etja,
sem skrifa bréfadálka í blöðin. Hér segir einn frægasti
dálkaritstjóri Bandaríkjanna frá lífsreynslu sinni.
Það,
sem ég fæ í póstinum
eftir ANN LANDERS
ijótiega eftir að ég
*
*
*
ífébyrjaði ráðleggingaþátt
minn fyrir æði mörg-
Æ um árum, varð ég
mmiófÞyfmi;ega vöf., við
sterkustu samtok 1
heimi — hin ómeðvituðu samtök
amerískra húsmæðra. Það byrjaði
allt, þegar ég birti þetta bréf frá
manni í Iowa:
„Ég er póstburðarmaður. Ég
byrja vinnu mína kl. hálf níu á
morgnana. Mér finnst, að þá ætti
að vera kominn tími til fyrir ame-
rískar húsmæður að fara í kjól og
renna greiðu í gegnum hárið. Þið
mynduð verða hissa ef þið vissuð
hve margar húsmæður koma til
dyra í náttkjólum og berfættar.
Mig langar að biðja þig að segja
eitthvað, sem getur komið þessum
trössum í skilning um, að þeim
ber að taka tillit til þeirra, sem
ekki komast hjá því að sjá þær.“
Ég hélt, að ég hefði afgreitt mál
hans einfaldlega með því að svara:
.,Þú hefur aldrei verið kona kl.
hálf níu á morgnana.“
En amerískar konur höfðu síður
en svo í huga að láta þorparann
sleppa svona ódýrt. Bréfin
streymdu inn.
„Fara í kjól, ekki nema það þó!“
sagði örþreytt móðir frá Detroit.