Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 97
95
gegnum heyrnartækin sín, tannrétt
ingarvírana, hárnálarnar og jafn-
vel miðstöðvarofnana. Þegar þessu
hafði farið fram um hríð, fór mér
að líða illa. Ég hef sjálf fyllingar í
tönnunum fyrir hundruð dollara. en
ég fæ enga skemmtun út úr því.
Prófessor í rafmagnstækni í há-
skóla einum í Norð-vestur ríkjun-
um sendi mér eftirfarandi línur:
„Það er mögulegt að fyllingar í
munni hagi sér eins og útvarpsvið-
tæki. Þó hafa skýrslur um slíkt
ekki verið nægilega vel rannsakað-
ar af hæfum vísindamönnum, svo
ekki er hægt að slá þessu föstu með
fullri vissu.“
Svo kom bréf frá konu einni í
Connecticut: „Varðandi konuna,
sem heyrði í útvarpi í gegnum tann
brúna sína, — mig langar til að
segja þér hvað kom fyrir mig í
sömu veru. Ég heyrði raddir, en ég
þorði ekki að segja frá því. Þú
veizt hvernig fólk tekur slíkum
hlutum. Loks stóðst ég ekki mátið
og sagði lækninum mínum frá
þessu. Hann spurði mig, hvort ég
þekkti raddirnar, og ég sagðist vera
viss um, að þetta væri Sir Francis
Drake að tala við mig. Hann sendi
mig til sálfræðings. Ég fór til sál-
fræðings reglulega í þrjú ár og
raddirnar hljóðnuðu. Núna, síðan
ég las þetta bréf í dálkinum þín-
um, er ég viss um, að ég var í sam-
bandi við Sir Francis Drake og ég
vildi gefa mikið til að ná sambandi
við hann á ný. Ég sakna hans!“
☆
VEIZTU?
1. Við hvern eru „Orðskviðir“ Biblíunnar kenndir?
2. Hver samdi „Svo mælti Zaraþústra"? (Also Sprach
Zarathustra) ?
3. Hver er höfundur Njálu?
4. Hver er í ár hæsti skattgreiöandi á Reykjanesi?
5. Hvar eru Klettafjöllin?
6. Hver er Anatoli Karpov?
7. Hver ræður því, hvert gengi krónunnar er hverju sinni?
8. Eftir hvern er Odysseifskviða?
9. Syndguðu Davíð og Batseba gegn boðorðunum?
10. Hver er forseti Bandaríkjanna?
Svör á öftustu síðu.