Úrval - 01.09.1974, Side 114
112
við sjóndeildarrönd er hálfhringur
í daufum blárauðum lit. Það er
bjarminn af sólinni, sem er ein-
hvers staðar langt fyrir neðan sjón
deildarhringinn.
Yfir öllu hvílir einkennilegur,
mildur blær, eins og landslagið
sjálft geisli frá sér leyndardóms-
fullu ljósi í fegurstu litum. ísinn á
fjallatindunum glitrar eins og
krystall, og í flóanum, sem nú er
sléttur eins og nýbónað gólf, spegl-
ast fullur máninn.
Ég stend þarna á ströndinni og
verð gagntekinn af þeim óendan-
lega friði, sem hvílir yfir öllu. Þessi
órofakyrrð gefur mér þá hugmynd,
að ég sé ekki lengur til. Það er
ekkert til í þessum heimi, sem lík-
ist mér, -— ekkert, sem ég þekki
sjálfa mig í. Mér finnst að hin yfir-
þyrmandi náttúra hafi þurrkað mig
út.
Þegar ég kem aftur til kofans
legg ég í ofninn, ber öskuna út og
sópa gólfið. Vinnan færir mig aft-
ur til raunveruleikans. En ég á erf-
itt með að halda dagbók í dag.
Hvers vegna hefur kyrrðin haft
svona mikil áhrif á mig? Var það
vegna þess, að hún kom á eftir þess-
um æðislega byl? Þarf raunveru-
lega svona sterkar andstæður til
þess að við finnum, að við lifum?
Ég skil núna, hvers vegna mað-
urinn minn sagði: „Það er nauð-
synlegt að hafa verið einn í heim-
skautavetrinum til þess að skilja,
hvað það raunverulega þýðir að
lifa.“ Á komandi öldum munu
mennirnir ef til vill fara til heim-
skautalandanna á sama hátt og þeir
í gamla daga héldu út á eyðimörk-
ÚRVAL
ina til þess að finna hina sönnu
meiningu lífsins.
í MORGUN VAKNAÐI ég með
fullvissu þess, að þrátt fyrir vont
veður komi mennirnir aftur í dag.
Ég er svo viss í minni sök, að ég
legg sérlega mikið í ofninn og geri
ærlega hreint til þess að taka nú
vel á móti þeim. Ég baka stórt
brauð og tek fram reykta svíns-
síðu og kartöflur til að geta fram-
reitt góða máltíð.
Þegar líður á daginn, hríðfellur
loftvogin. En ég held ofninum heit-
um, læt inniskó mannanna standa
við hann og sé um, að þurr föt
séu til reiðu. Klukkan fimm sit ég
við ofninn og prjóna. Nú er reglu-
lega notalegt í kofahróinu og ég
hef sett kaffivatnið á eldinn.
Það er aftur kominn stormur.
Mjöllin rýkur í myrkrinu og ég
óska þess næstum. að karlarnir
mínir hafi haldið kyrru fyrir.
Klukkan verður sex — sjö — og
klukkan átta gef ég upp vonina.
Hálf vonsvikin ákveð ég að borða
ein. Ég hef ekkert etið í dag.
Ég bæti í ofninn, en allt í einu
slær niður í hann og kofinn fyllist
af reyk og sóti. Ég galopna dyrnar
og fer út fyrir til þess að kafna
ekki.
En hvað heyri ég? Einkennilegt
málmhljóð, líkt og slegið sé í bjöllu.
Ég stend grafkyrr og hlusta með
hverri taug. Nei, mér hefur ekki
misheyrzt. Ég er fullkomlega ró-
leg, en heilinn hamast. Hvað get
ég hafa heyrt?
Svo heyri ég annað hljóð, fyrst
dauft, en smám saman sterkara —