Úrval - 01.09.1974, Side 114

Úrval - 01.09.1974, Side 114
112 við sjóndeildarrönd er hálfhringur í daufum blárauðum lit. Það er bjarminn af sólinni, sem er ein- hvers staðar langt fyrir neðan sjón deildarhringinn. Yfir öllu hvílir einkennilegur, mildur blær, eins og landslagið sjálft geisli frá sér leyndardóms- fullu ljósi í fegurstu litum. ísinn á fjallatindunum glitrar eins og krystall, og í flóanum, sem nú er sléttur eins og nýbónað gólf, spegl- ast fullur máninn. Ég stend þarna á ströndinni og verð gagntekinn af þeim óendan- lega friði, sem hvílir yfir öllu. Þessi órofakyrrð gefur mér þá hugmynd, að ég sé ekki lengur til. Það er ekkert til í þessum heimi, sem lík- ist mér, -— ekkert, sem ég þekki sjálfa mig í. Mér finnst að hin yfir- þyrmandi náttúra hafi þurrkað mig út. Þegar ég kem aftur til kofans legg ég í ofninn, ber öskuna út og sópa gólfið. Vinnan færir mig aft- ur til raunveruleikans. En ég á erf- itt með að halda dagbók í dag. Hvers vegna hefur kyrrðin haft svona mikil áhrif á mig? Var það vegna þess, að hún kom á eftir þess- um æðislega byl? Þarf raunveru- lega svona sterkar andstæður til þess að við finnum, að við lifum? Ég skil núna, hvers vegna mað- urinn minn sagði: „Það er nauð- synlegt að hafa verið einn í heim- skautavetrinum til þess að skilja, hvað það raunverulega þýðir að lifa.“ Á komandi öldum munu mennirnir ef til vill fara til heim- skautalandanna á sama hátt og þeir í gamla daga héldu út á eyðimörk- ÚRVAL ina til þess að finna hina sönnu meiningu lífsins. í MORGUN VAKNAÐI ég með fullvissu þess, að þrátt fyrir vont veður komi mennirnir aftur í dag. Ég er svo viss í minni sök, að ég legg sérlega mikið í ofninn og geri ærlega hreint til þess að taka nú vel á móti þeim. Ég baka stórt brauð og tek fram reykta svíns- síðu og kartöflur til að geta fram- reitt góða máltíð. Þegar líður á daginn, hríðfellur loftvogin. En ég held ofninum heit- um, læt inniskó mannanna standa við hann og sé um, að þurr föt séu til reiðu. Klukkan fimm sit ég við ofninn og prjóna. Nú er reglu- lega notalegt í kofahróinu og ég hef sett kaffivatnið á eldinn. Það er aftur kominn stormur. Mjöllin rýkur í myrkrinu og ég óska þess næstum. að karlarnir mínir hafi haldið kyrru fyrir. Klukkan verður sex — sjö — og klukkan átta gef ég upp vonina. Hálf vonsvikin ákveð ég að borða ein. Ég hef ekkert etið í dag. Ég bæti í ofninn, en allt í einu slær niður í hann og kofinn fyllist af reyk og sóti. Ég galopna dyrnar og fer út fyrir til þess að kafna ekki. En hvað heyri ég? Einkennilegt málmhljóð, líkt og slegið sé í bjöllu. Ég stend grafkyrr og hlusta með hverri taug. Nei, mér hefur ekki misheyrzt. Ég er fullkomlega ró- leg, en heilinn hamast. Hvað get ég hafa heyrt? Svo heyri ég annað hljóð, fyrst dauft, en smám saman sterkara —
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.