Úrval - 01.09.1974, Page 117

Úrval - 01.09.1974, Page 117
KONA Á HJARA VERALDAR 115 Jólin eru yndisleg. Þegar við á aðfangadagskvöld kveikjum á kert unum á litlu jólatré, sem Karl hef- ur gert, grípur hátíðleikinn okkur. Borðið svignar af jólagjöfum. Karl hefur skorið mér salatsett úr ma- hóníborðfæti, sem rak hér á fjör- urnar. Við Hermann gefum Karli nokkrar teikningar, það er mynda- saga af lífi hans á Svalbarða næsta vetur. Hann hafði óskað sér fal- legrar lappastelpu, og hér er hún ljóslifandi á teikningunum. Hún veiðir refi og birni og hitar kaffi, meðan Karl passar þríburana, sem hún hefur alið honum. Jólamaturinn okkar er aldeilis stórkostlegur. Rjúpur með hrís- grjónum, niðursoðnar apríkósur og svo kraftaverkið mikla: Rjómi bú- inn til úr æðareggjum og þurr- mjólk. Það er þangbragð af hon- um, en karlmennirnir þurrsleikja diskana sína og Karl segir, að þessi máltíð sé hvaða meistarakokki sem er til sóma. o—o í 87 daga hefur myrkrið nú ríkt, en það eru 54 eftir, þar til sólin gægist aftur upp fyrir sjónarrönd i suðri. Eftir svo langan tíma í þessu umhverfi getur maður ekki lengur treyst sínum eigin skilningarvit- um. Oftar og oftar sér maður fyrir hugarsjónum sínum fjarlæga en kunnuglega sjón: Litrík og undur- samlega falleg blóm og tré í hálf- gleymdum, sólríkum heimi, langt, langt í burtu. En fólkið, sem bygg- ir sólarlöndin, er í mínum huga undarlega framandi og smátt. Það drúpir höfðum og vafrar áhyggju- fullt í litlum hringjum. Aðeins fá- ir hafa skilning á blessaðri sól- inni. Flesta morgna setjumst við þegj- andi til borðs og yljum loppna fingurna á kaffibollunum. Við er- um föl, þreytt og slitin. Ég er hætt að telja allar þær vinnustundir, sem fara í að moka snjó frá kofa- dyrunum, svo við getum gengið út og inn. Ef við vogum okkur út, komum við aftur súpandi hveljur af kulda, með augabrúnir, bráhár og föt grá af hrími. Rakinn safn- ast saman undir kojunum og vegg- irnir hjá þeim eru þaktir þykku íslagi. Hvert um sig hefur fengið sína eigin heimskautagrillu, sem með hverjum degi verður meira áber- andi. Ég er gagntekin þörf til að sauma, bæta og fága. Hermann vak ir yfir öllu, sem gert er úr tré, eins og tilvera heimsins sé undir því komin. Hann hvessir arnfránar sjónir á hvern spýtukubb, sem lagð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.