Úrval - 01.09.1974, Page 117
KONA Á HJARA VERALDAR
115
Jólin eru yndisleg. Þegar við á
aðfangadagskvöld kveikjum á kert
unum á litlu jólatré, sem Karl hef-
ur gert, grípur hátíðleikinn okkur.
Borðið svignar af jólagjöfum. Karl
hefur skorið mér salatsett úr ma-
hóníborðfæti, sem rak hér á fjör-
urnar. Við Hermann gefum Karli
nokkrar teikningar, það er mynda-
saga af lífi hans á Svalbarða næsta
vetur. Hann hafði óskað sér fal-
legrar lappastelpu, og hér er hún
ljóslifandi á teikningunum. Hún
veiðir refi og birni og hitar kaffi,
meðan Karl passar þríburana, sem
hún hefur alið honum.
Jólamaturinn okkar er aldeilis
stórkostlegur. Rjúpur með hrís-
grjónum, niðursoðnar apríkósur og
svo kraftaverkið mikla: Rjómi bú-
inn til úr æðareggjum og þurr-
mjólk. Það er þangbragð af hon-
um, en karlmennirnir þurrsleikja
diskana sína og Karl segir, að þessi
máltíð sé hvaða meistarakokki sem
er til sóma.
o—o
í 87 daga hefur myrkrið nú ríkt,
en það eru 54 eftir, þar til sólin
gægist aftur upp fyrir sjónarrönd
i suðri.
Eftir svo langan tíma í þessu
umhverfi getur maður ekki lengur
treyst sínum eigin skilningarvit-
um. Oftar og oftar sér maður fyrir
hugarsjónum sínum fjarlæga en
kunnuglega sjón: Litrík og undur-
samlega falleg blóm og tré í hálf-
gleymdum, sólríkum heimi, langt,
langt í burtu. En fólkið, sem bygg-
ir sólarlöndin, er í mínum huga
undarlega framandi og smátt. Það
drúpir höfðum og vafrar áhyggju-
fullt í litlum hringjum. Aðeins fá-
ir hafa skilning á blessaðri sól-
inni.
Flesta morgna setjumst við þegj-
andi til borðs og yljum loppna
fingurna á kaffibollunum. Við er-
um föl, þreytt og slitin. Ég er hætt
að telja allar þær vinnustundir,
sem fara í að moka snjó frá kofa-
dyrunum, svo við getum gengið út
og inn. Ef við vogum okkur út,
komum við aftur súpandi hveljur
af kulda, með augabrúnir, bráhár
og föt grá af hrími. Rakinn safn-
ast saman undir kojunum og vegg-
irnir hjá þeim eru þaktir þykku
íslagi.
Hvert um sig hefur fengið sína
eigin heimskautagrillu, sem með
hverjum degi verður meira áber-
andi. Ég er gagntekin þörf til að
sauma, bæta og fága. Hermann vak
ir yfir öllu, sem gert er úr tré,
eins og tilvera heimsins sé undir
því komin. Hann hvessir arnfránar
sjónir á hvern spýtukubb, sem lagð