Úrval - 01.09.1974, Page 126
124
ski konu sína standa eftir á strönd-
inni? Aldrei hafa jafn margar eig-
inkonur verið jafn aðlaðandi og
fallegar í augum eiginmanna sinna.
Þetta var skelfilegt andartak. Það
er eitt að sparka í sköflunginn á
sinni eigin konu og annað að trampa
á tám ókunnugrar frúar.
Ég horfðist djúpt í augu við mína
útvöldu og rétti henni skjálfandi
hönd. „Þú hefur verið góð eigin-
kona, eftir því sem ég kemst næst,“
tautaði ég. „Erfðaskráin er í efstu
kommóðuskúffunni.“
„Láttu nú ekki eins og fifl!
Haltu bara áfram,“ sagði hún.
Nýja konan mín var klædd í
shiffonský — stórt ský. Hún hélt
skrokknum í skefjum með þykkum
stálstífum. Meðan ég dansaði við
hana, fékk ég þá óþægilegu tilfinn-
ingu, að ef stífurnar létu undan
þrýstingnum, myndi hún samstund-
is stækka um helming, eins og
poppkorn á pönnu.
„Einn, tveir, þrír, fjórir,“ öskr-
aði herra Smarth og músíkin dun-
aði.
„Er þetta ekki ákaflega hröð
samba?“ spurði dansfélagi minn
andstuttur og um leið sparkaði ég
í ökklann á henni.
Mér gekk heldur ekki sérlega vel
með næstu konu. Hún var mjó eins
og beinagrind en sterk eins og
kyrkislanga. „Eg elska að dansa,
en þér?“ sagði hún og þeytti mér
inn í einhver aukaspor, sem ég gat
ekki náð. Ég heyrði næstum því
brestina. þegar vinstri fótur minn
lenti á hægri rist hennar.
„Fyrirgefið," tautaði ég, „en
ástæðan til þess að ég lét skrá mig
ÚRVAL
i þennan byrjendaflokk er sú, að
ég er bara byrjandi."
„Það er engin afsökun," svaraði
hún kuldalega.
Svo var hlé. Ég sambaði mig inn
í veitingastofuna til að fá mér of-
urlítið hjartastyrkjandi, en áður en
þjónninn kæmist alla leið til mín,
var hléið liðið og okkur var hóað
inn í danssalinn aftur.
„Næsti dans er rumba,“ tilkynnti
herra Smarth. „Herrarnir byrja
með vinstra fæti, dömurnar með
hægra, þetta er eins og að ganga
á staðnum, einn, tveir, þrír.“
í þessum dansi lenti ég á stórri
dömu með breiðar herðar og svera
fætur. ,,Ó, hvílík rumba,“ hvíslaði
hún hrifin. Þessi dans gaf frúnum
ríkulegt tækifæri til að sýna líkams
vöxt sinn. Og þessi árans herra
Smarth hvatti þær meira að segja
til þess. „Velgið nú karlmönnunum
undir uggum, dömur rnínar!" hróp-
aði hann. „Hreyfið mjaðmirnar!"
Þær þurftu svo sannarlega ekki
frekari hvatningu. Þessar flótta-
konur úr saumaklúbbum og kjör-
búðum rugguðu þær sér svo sannar-
lega í lendunum. Það munaði áreið-
anlega minnstu, að þær gengju úr
augnaköllunum.
Rúmba, samba, mambó, vals og
foxtrott, sem herra Smarth kallaði
Balboa — í gegnum alla þessa
dansa var mér draslað á næstu vik-
um. Ekki veit ég hvað margar frúr
þurftu að fara á slysavarðstofuna
með fæturna á sér eftir hvert kvöld,
en eitt kvöld gerðist ekkert slys
hjá mér. Án þess að ég viti, hvern-
ig það gekk til. sveif ég eins og at-
vinnudansari í gegnum heila sömbu.