Úrval - 01.09.1974, Side 128
126
ÚRVAL
Ég sparkaði ekki í neinn, og þegar
einhver sparkaði i mig, tautaði ég
umburðarlyndur: „Fyrirgefið.“ Ég,
sem áður hafði dansað með tíu fót-
um, hreyfði mig nú frjálslega og
þvingunarlaust á dansgólfinu. Kann
ski ekki þannig, að Nurejev þurfi
að óttast um titil sinn, en þetta var
þó fjandakornið alvörudans.
Og á þennan hátt hafði ég reynd-
ar tryggt hamingju hjónabandsins,
allt til æviloka. Ég lærði meira í
þessum danstímum hjá Frede
Smarth heldur en dansa. Ég lærði
líka töluvert um konur.
Þegar kona hlustar á dansmúsík,
sér hún sjálfa sig í anda í draum-
fögrum kjól, sem miðpunkt æsku
og fegurðar. Það glitrar á demanta
í hári hennar. Litlir, nettir fæt-
urnir snerta varla gólfið, þvi dans-
andi kona er vera í draumheimi,
sem breiðir út vængi sína og er
reiðubúin að taka sér ýmislegt fyr-
ir hendur, sem hún hefur aldrei
gert áður — svífa um á geislandi
vængjum, fleyta sér í tunnu niður
ólgandi stórfljót — hvað sem er!
Karlmaðurinn hefur allt að
vinna. Jafnvel þótt hann sé ómögu-
legur dansari, er hann þó nauð-
synlegur þátttakandi í öllu þessu,
og þegar þau koma heim, geislar
konan hans eins og þvottaefnisaug-
lýsing. Hjónabandið verður dans á
rósum og konan sæti lagi að örva
manninn sinn og hrósa honum við
hvert hugsanlegt tæifæri.
Það eru ekki margir dagar síðan
ég heyrði elsku, litlu konuna mína
koma með ofurlitla hvíta lygi. Hún
sagði kæruleysislega: „Róbert og
ég fórum út að dansa í gærkvöldi.
Við gerum það oft. Róbert elskar
að dansa!“
Konur manna, sem ekki dansa,
eru ekki hrifnar af svona athuga-
semdum, en konunni minni er rétt
sama. Hún er hamingjusöm og held
ur, að ég sé það líka.
☆
Áskriftarsími
35320