Úrval - 01.01.1976, Blaðsíða 23
21
cyiltu aukg oróaforÖa þinij?
Hér á eftir fara 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu. Prófaðu
kunnáttu þína í íslenskri tungu og auktu við orðaforða þinn með því að finna rétta
merkingu. Gættu þess, að stundum getur verið um fleiri en eina rétta merkingu að
rseða.
1. glóri: bjáni, vitleysa, vit, skíma, grútarlampi, hanski, aulabárður.
2. toblasarnætur: fyrstu þrjá nætur sumars, síðustu þrjár nætur vetrar, fyrstu þrjár
nætur hjónabands, andvökunætur, síðustu tvær nætur á undan barnsburði, fyrstu
tvær nætur á eftir barnsburði, hjásetunætur.
3. ófreskur: skyggn, geymdur, skemmdur, úldinn, ómennskur, hamslaus, vanheill.
4. áhrínsorð: hrósyrði, lastmæli, hvatningarorð, gagnrýni, blíðmæli, heitingar eða
spádómsorð, sem rætast, lausnarorð.
3. gloðrulegur: afundinn, ósnyrtilegur, úfinn, óskýr, undirförulslegur, heimskulegur,
fleðulegur.
6. kám: mak, óhreinindi, ryk, fúsk, gutl, klastur, fltl.
7. snúss: hroki, yfirlæti, farangur, ílát, neftóbak, áhald, snuður.
8. dordingull: ormur, fugl, bjalla, fluga, maur, húsakónguló, skartgripur.
9. að svarka: að brjótast áfram, að hafa hátt, að gösla, að drabba, að deila, að láta vaða
á súðum, að beita ofbeldi.
10. húskalegur: hættulegur, ábúðarmikill, ófyrirleitinn, nískur, tötralegur, búralegur,
áhættusamur.
11. að gjða: að ala afkvæmi, að þeyta upp, að spýta, að blása, að skotra augunum til
e-s, að hvessa, að reka upp væl.
12. drómi: silakeppur, frelsi, hindrun, svefn, töf, fjötur, ruddi.
13. múkki: veiðibjalla, skúmur, heygarði, stafli, mótbárur, fýll, hrúga.
14. herkinn: harður af sér, erfiður, fyrirferðarmikill, uppþornaður, þolgóður,
afmyndaður, árásargjarn.
15. slúskaður: hálffullur, úldinn, timbraður, slæptur, úrillur, sóðalegur, tötralegur.
16. gúaldi: fugladrit, fiskúrgangur, sem mjöl og lýsi er unnið úr, vindur, undiralda,
haugabrim, mistur, skýjabakkar.
17. drýsill: óræsti, skrímsli, monthani, keilumyndaður hraukur, hrúgald, púki,
skordýr.
18. spærlingur: lítil bára, fiskur, fugl, uppskafningur, mjóvaxin maður, stráksláni,
verkfæri.
19. að hirta: að taka saman, að geyma, að refsa, að halda til haga, að gæta, að annast
aðskeytaum.
20. að ysja: að sussa, að þagga niður 1, að gjósa, að geisa, að gera gisinn, að .verma, að
tosa.
Sjá svör á bls. 128.