Úrval - 01.01.1976, Blaðsíða 44

Úrval - 01.01.1976, Blaðsíða 44
42 ORVAL Lionel Rubinov, prófessor í heimspeki við Trentháskóla í Kanada sagði. „Veli- kvosky byrjar með goðsagnir og bók- menntir, myndar af því tilgátur, sem hann síðan tengir náttúrulegum fyrirbærum. Það ótrúlegasta er, að þegar sannanir að lokum finnast, hafa þær ákveðna til- hneygingu til að renna stoðum undir ágiskanir hans.” Fyrstu staðhæfingu Velikovskys, — að Venus hafi slitnað frá Júpíter — var tekið með fullri fyrirlitningu. Samkvæmt þeim kenningum, sem viðurkenndar þykja, myndast halastjörnur utan við sólkerfið úr gríðarlegri samsöfnum geimagna. Tlu árum eftir að „Heimar I höggi” kom út, sýndi þó þekktur, breskur geimfræðingur, R, A. Lyttleton, stærðfræðilega fran á, að Venus — raunar allar svokallaðar „innri” plánetur hafi tæst af Júpíter, en miklu fyrr en Velikovsky telur. Síðan gerðist það á síðasta ári, að Venusarfarið Mariner tiundi sendir upplýsingar til Jarðarinnar, sem gera kenningar Velikovskys enn trúlegri: „Sérkennilegar, óreglulegar myndanir liggja ofan eftir plánetunni,” segir í skýrslu vísindamannanna, sem rann- sökuðu upplýsingar Mariners tíunda, „og benda til þess, að hún sé með hala líkt og halastjarna...” Velikovsky heldur því fram, að Venus hafi verið glóandi heit innan þess tíma, sem sögur ná til. (Árið 1950 töidu flestir vísindamenn, að Venus væri aðeins fáeinum gráðum heitari en Jörðin, örugg- iega ekki heitari en suðumark vatns, eða um 100 gráður á selsíus.) Hann spáði því, að þótt Venus hefði haft nokkur þúsund ár til að kólna, væri hún enn ofsaheit. Þegar Maríner annar flaug fram hjá Venusi árið 1962, skráði hann yfirborðshita stjörnunnar 427 gráður, eða um 93 gráðum yfir bræðslumarki blýs, og nýrri og nákvæmari hitamælingar á plánetunni hafa leitt 1 ljós, að hiti hennar sé yfir 480 gráður. Annar spádómur Velikovskys: „Ég tel, að um Venus sé hjúpur mikillar loft- þyngdar, en andstæðingur minn og gagnrýnandi, konunglegi stjarnfræðingur- ■ inn Sir H. Spencerjones, heldur því fram, að loftþyngd Venusar sé minni en á Jörðinni.” 1966 molnaði könnunarfar rússa, Ven- era þriðja, er það var á leið ofan á Venus, vegna þess að það var ekki viðbúið þeim mikla þrýstingi, sem þar er 1 lofthjúpnum. .1 ljós kom, að loftþyngd Venusar er 95 sinnum meiri en jarðarinnar. Efnasamsetningin 1 lofthjúp Venusar var önnur ögrun 1 kenningunni. Veli- kovsky staðhæfði, að ,,á forsögulegum tímum hefði hali nýplánetunnar Venusar að hluta til örðið innlyksa í lofthjúp hennar og skýjahjúp, og mjög sennilega er þar enn 1 dag kolvetni að finna, eða, þess 1 stað, mjög trúlega lífrænar sameindir.” Sumar Ilfrænar sameindir, sem Veli- kovsky telur grundvöllinn að því manna, sem féll til jarðar, eru samsettar úr kolefni, vatnsefni og súrefni. I lok febrúar 1975 fann Maríner tíundi þrjú efni í ytri hvolf- um Venusar, yfir skýjahjúpnum — og það rennir sterkum stoðum undir kenningu Velikovskys. Hins vegar er enn ekki fullsannað um kolvetni eða lifrænar sameindir sem slíkar. Þessi efni geta verið til staðar undir skýjahjúpnum, eða þau geta hafa breyst efnafræðilega fyrir tilstilli hita eða annarra aflgjafa síðastliðin þrjú- þúsund og fimmhundruð ár. Rússnesku geimförin Venera nlunda og tíunda, sem áttu að fara um lofthjúp Venusar í októ- bermánuði síðastliðnum, geta varpað frekara ljósi á þetta. Velikovsky hélt því fram, að geimurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.