Úrval - 01.01.1976, Blaðsíða 33
KENNARINN, SEM REYNST HEFUR AFLGJAFI VANÞROSKA BARNA
31
greiða atkvseði um, hvort skóli dr. Egg
skyldi verða hluti af fræðslukerfi borgar-
innar, voru> 56.000 því samþykkir, en
aðeins 7.443 á mðti. Árið 1960 kom
Ziirichsýsla á barnaskólaskyldu fyrir öll
fjölfötluð börn:' Nú eru sams konar
fræðslulög í um helmingi fræðsluhéraða
Sviss og einnig 1 Svíþjóð og Danmörku.
Nú rekur dr. Egg tvo skóla í Zúrich,
þar sem 20 valdir og sérþjálfaðir kenn-
arar starfa með 150 nemendum. Sérhvert
vanþroskað barn í sýslunni má sækja
skólann, sé annar sérskóli ekki nær heimili
þess, hversu lítil sem greind þess er, svo
framarlega sem það getur gengið. ,,Við
fellum aldrei dóma fyrirfram um hæfileika
barns,” segir hún. ,,Við iðkum aðeins
þá list að leitast við að þroska þá hæfi-
lcika, sem kunna að búa með barninu.”
Arangurmn er mjög athyglisverður. At
rúmlega 1200 fyrrverandi nemendum
skóla hennar hefur 7% reynst gerlegt að
sjá fyrir sér sjálfir að öllu eða nokkru
leyti. 20% því til viðbótar geta gert gagn
á einn eða annan hátt. Einn drengurinn
varð jafnvel helsta íþróttastjarna knatt-
spyrnufélags síns og hann tók þátt í
öllum ferðalögum liðsins, enda þótt hann
gæti hvorki fyllt út skrásetningareyðublöð
á gistihúsum né haldið uppi samræðum.
Aðeins 10% af þessum hópi fyrrverandi
nemenda eru algerlega háðir öðrum.
Nýlega sýndi dr. Egg mér nýtískulega
skólann sinn í Gotthelfstræti. Það ríkti
ánægja í smábarnadeildinni uppi á lofti.
Eini munurinn var sá, að þessi börn voru
2-4 árum eldri en eðlileg börn hefðu verið
við svipaðar aðstæður. Kennslan er alger-