Úrval - 01.01.1976, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
en konurnar vantaði í búrið. Hér höfðu
þær sýnt danslist sína við undirleik
blindra hirð-hljóðfæraleikara, óséðar öll-
um nema soldáninum. Svefnherbergi sol-
dánsins, með gjálfrandi gosbrunni til að
yfirgnæfa samræðurnar var eins og klippt
beint út úr „Þúsund og einni nótt.”
Veggirnir voru flísakiæddir, prýddir silki
og brókaði — allt saman íburðarmikið
og stórkostlegt — en því miður — aðeins
safn!
1 Ijósaskiþtunum sama kvöld fór ég með
ferju yfir Bosporus. Langt í fjarska sá
ég móta fyrir nýju brúnni, sem var opnuð
1973, á hálfrar aldar afmæli tyrkneska
lýðveldisins, brúna, sem tengir Evrópu-
og Asíu-Istanbul saman í fyrsta sinn.
Frá Skutari sá ég skuggamynd hinnar
evrópsku Istanbul í allri sinni fegurð,
krýnda moskum og hallarkúplum og
háum, grönnum bænaturnunum. Það var
næstum eins og ég gæti heyrt muezzinana
— bænakallarana — kalla hina trúuðu
til bæna. Stutt, skínandi andartak lýsti
sólin upp alla borgina svo hún glóði
eins og gull. Mér var ljóst, að Istanbul —
þvert mód Topkapisafninu — er ennþá
það sem hún hefur alltaf verið: Ólgandi
lifandi saga.
★
Úr fréttaklausus í amerísku blaði: „Slökkviliðsmenn, sem fóru á eldsstaðinn,
fundu um 40 köggia af hundamat, sem hrúgað hafði verið upp undir stjórn-
Ijósinu á gas-tauþurrkara. Svo virðist, sem mús hafi safnað þessu saman þarna
til að geta m'atast við kertaljós. ’ ’
,,Þar sem ég hef verið prestur I 43 ár, langar mig að gefa þessa ráðleggingu
óreynda prestinum, sem kann ekki að fara með freka konu í söfnuði
stnum, konusem gefurprestinum undirfótinn:
I hvert sinn, sem ég sá rómantískan glampa I augum konu í söfnuði mínum,
leit ég alltaf aftur til þess að ganga úr skugga um, að þetta væri ekki
aðeinsendurspeglunafsamskonarglampaí mtnum augum.
Sr. WalterCowen.
Manninum mínum tókst eftir stundarbið að ná t tvö sæti fyrir okkur við
afgreiðsluborðið á yfirfullum kaffibarnum. Þegar afgreiðslustúlkan kom, sagði
hún: ,,Fyrirgefið, en þetta eru ekki samliggjandi sæti. Ég afgreiði bara að þessari
línu.” Og hún benti á rauða línu á borðinu á milli okkar. Hin afgreiðslustúlkan
var ekki sjáanleg. ,,Það er allt í lagi, ’ ’ sagði maðurinn minn. , ,Konan mín ætlar
bara að fá tvo bolla af kaffi. Eg ætla ekki að fá neitt.” — Afgreiðslustúlkan
afgreiddi pöntunina.
W.R.